Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Markalaust hjá Sociedad gegn Bilbao í fjarveru Orra Steins
Orri Steinn verður ekki meira með á tímabilinu
Orri Steinn verður ekki meira með á tímabilinu
Mynd: EPA
Real Sociedad 0 - 0 Athletic

Tímabilinu er lokið hjá Orra Steini Óskarssyni vegna meiðsla en hans menn í Real Sociedad fengu Athletic Bilbao í heimsókn í 34. umferð spænsku deildarinnar í kvöld.

Ernesto Valverde, stjóri Bilbao, er með hugann við einvígið gegn Man Utd í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hann gerði sjö breytingar á liðinu frá 3-0 tapi gegn United á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna.

Nico Williams var ekki í leikmannahópi Bilbao sem náði lítið sem ekkert að skapa sér. Brais Mendez, leikmaður Sociedad, fékk besta færi leiksins en Unai Simon varði skalla frá honum.

Bilbao er í 4. sæti með 61 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Sociedad er í 11. sæti með 43 stig. Liðið á ekki möguleika á Meistaradeildarsæti en liðið stigi frá Sambandsdeildarsæti og þremur stigum frá Evrópudeildarsæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 33 12 8 13 31 38 -7 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
17 Girona 33 9 8 16 40 52 -12 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner