Þrír síðustu leikirnir í fimmtu umferð Bestu deildar karla fara fram í kvöld. Stórleikur kvöldsins er viðureign Íslandsmeistara Breiðabliks og skemmtikraftana í KR.
Þar mætast Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni en Halldór var aðstoðarmaður Óskars hjá Gróttu og Breiðabliki eins og flestir lesendur vita.
Blikarnir komast á toppinn með sigri en KR getur jafnað Kópavogsliðið að stigum. Það má búast við miklu fjöri í Kópavoginum í kvöld.
Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason munu ekki vera í hóp hjá KR þar sem þeir eru erlendis í U16 landsliðsverkefni.
Þar mætast Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni en Halldór var aðstoðarmaður Óskars hjá Gróttu og Breiðabliki eins og flestir lesendur vita.
Blikarnir komast á toppinn með sigri en KR getur jafnað Kópavogsliðið að stigum. Það má búast við miklu fjöri í Kópavoginum í kvöld.
Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason munu ekki vera í hóp hjá KR þar sem þeir eru erlendis í U16 landsliðsverkefni.
Afturelding vonast eftir því að komast upp úr fallsæti en liðið mætir Stjörnunni sem hefur tapað tveimur síðustu deildarleikjum sínum.
Þá leika Víkingar, sem eru án sigurs í síðustu þremur leikjum í deild og bikar, gegn Fram.
mánudagur 5. maí
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 5 | 3 | 1 | 1 | 6 - 2 | +4 | 10 |
2. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
3. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
4. ÍBV | 5 | 2 | 1 | 2 | 6 - 7 | -1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
8. Valur | 5 | 1 | 3 | 1 | 8 - 9 | -1 | 6 |
9. ÍA | 5 | 2 | 0 | 3 | 5 - 9 | -4 | 6 |
10. FH | 5 | 1 | 1 | 3 | 8 - 8 | 0 | 4 |
11. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
12. KA | 5 | 1 | 1 | 3 | 6 - 14 | -8 | 4 |
Athugasemdir