Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 09:09
Elvar Geir Magnússon
Maeda bestur í Skotlandi
Daizen Maeda.
Daizen Maeda.
Mynd: EPA
Daizen Maeda, framherji Celtic, hefur verið valinn leikmaður ársins í skosku úrvalsdeildinni.

Þessi 27 ára japanski landsliðsmaður hefur skorað 33 mörk og átt 12 stoðsendingar með Celtic sem er skoskur meistari.

Þetta er í níunda sinn á síðustu ellefu árum sem leikmaður frá Celtic tekur titilinn leikmaður ársins.

John McGlynn hjá Falkirk er stjóri ársins í Skotlandi en liðið vann skosku B-deildina og er komið í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í fimmtán ár.

Efnilegasti leikmaður ársins er Lennon Miller, 18 ára miðjumaður Motherwell.
Athugasemdir
banner
banner