Daizen Maeda, framherji Celtic, hefur verið valinn leikmaður ársins í skosku úrvalsdeildinni.
Þessi 27 ára japanski landsliðsmaður hefur skorað 33 mörk og átt 12 stoðsendingar með Celtic sem er skoskur meistari.
Þetta er í níunda sinn á síðustu ellefu árum sem leikmaður frá Celtic tekur titilinn leikmaður ársins.
Þessi 27 ára japanski landsliðsmaður hefur skorað 33 mörk og átt 12 stoðsendingar með Celtic sem er skoskur meistari.
Þetta er í níunda sinn á síðustu ellefu árum sem leikmaður frá Celtic tekur titilinn leikmaður ársins.
John McGlynn hjá Falkirk er stjóri ársins í Skotlandi en liðið vann skosku B-deildina og er komið í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í fimmtán ár.
Efnilegasti leikmaður ársins er Lennon Miller, 18 ára miðjumaður Motherwell.
Athugasemdir