Trent Alexander-Arnold hefur staðfest að hann muni yfirgefa Liverpool í sumar. Enski landsliðsmaðurinn er á leið til Real Madrid á Spáni.
„Eftir 20 ár hjá Liverpool FC er nú tími til að staðesta að ég er á förum eftir tímabilið. Þetta er klárlega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á lífsleiðinni," segir Trent í myndbandstilkynningu.
„Eftir 20 ár hjá Liverpool FC er nú tími til að staðesta að ég er á förum eftir tímabilið. Þetta er klárlega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á lífsleiðinni," segir Trent í myndbandstilkynningu.
„Ég veit að það hefur farið í taugarnar á mörgum ykkar að ég hef ekki talað um þetta hingað til. Það var alltaf ætlun mín að vera með fulla einbeitingu á að hjálpa liðinu að vinna 20. meistaratitilinn."
„Félagið hefur verið líf mitt og allt snúist um það í 20 ár. Frá akademíunni til dagsins í dag. Stuðningnum sem ég hef fengið frá öllum mun ég aldrei gleyma. Ég mun að eilífu standa í þakkarskuld. Þessi ákvörðun snýst um að upplifa nýja áskorun, fara úr þægindarammanum og ögra sjálfum mér."
Ekki er lóst hvenær Trent gengur í raðir Real Madrid. Samningur hans við Liverpool rennur út í lok júní en spænska stórliðið vill væntanlega fá hann fyrir HM félagsliða sem hefst um miðjan júní.
After 20 years at Liverpool Football Club, now is the time for me to confirm that I will be leaving at the end of the season.
— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 5, 2025
This is easily the hardest decision I’ve ever made in my life.
I know many of you have wondered why or been frustrated that I haven’t spoken about this… pic.twitter.com/emAw5RvXq0
Athugasemdir