Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palmer: Samfélagsmiðlar eru fullir af hálfvitum
Mynd: EPA
Cole Palmer skoraði kærkomið mark þegar Chelsea lagði Englandsmeistara Liverpool í dag.

Hann innsiglaði 3-1 sigur liðsins þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu andartökum leiksins.

Hann hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði en þetta mark var hans fyrsta síðan 14. janúar.

„Skítur skeður. Samfélagsmiðlar eru fullir af hálfvitum, tröllum og öðru. Ég veiti því ekki athygli. Ég er ánægður að hafa skorað í dag en ég þarf að halda áfram að bæta mig og ná fyrri styrk," sagði Palmer.
Athugasemdir
banner