Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 09:48
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski snýr aftur
Mynd: EPA
Barcelona hefur staðfest að pólski markahrókurinn Robert Lewandowski verði í leikmannahópnum fyrir seinni leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Fyrri leikurinn var stórkostleg skemmtun og endað með 3-3 jafntefli en í Mílanó á morgun ræðst hvort liðið fer í úrslitaleik gegn PSG eða Arsenal.

Lewandowski hefur misst af fjórum síðustu leikjum vegna meiðsla. Joules Kounde, sem meiddist í fyrri leiknum gegn Inter, er ekki í hópnum fyrir morgundaginn. Þá eru Alejandro Balde, Marc Casado, Pablo Torre og Marc Bernal einnig á meiðslalistanum.

Þess má svo geta að ítalskir fjölmiðlar búast við því að Lautaro Martínez, fyrirliði Inter, geti tekið þátt í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner