Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Gríðarlega spennandi barátta um Meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
Bologna 1 - 1 Juventus
0-1 Khephren Thuram ('9 )
1-1 Remo Freuler ('54 )

Það er svakaleg barátta um Meistaradeildarsæti í ítölsku deildinni eftir jafntefli Juventus gegn Bologna í kvöld.

Khephren Thuram kom Juventus yfir snemma leiks með skoti fyrir utan teig. Lukasz Skorupski, markvörður Bologna, var í boltanum en missti hann undir sig.

Remo Freuler jafnaði metin af miklu harðfylgi eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik og þar við sat. Andrea Cambiaso hafði komið boltanum í netið fyrir Juventus stuttu áður en markið var dæmt af þar sem hann var rangstæður.

Juventus er í 4. sæti með 63 stig, jafn mörg stig og Roma og Lazio sem eru í 5. og 6. sæti. Næst kemur Bologna með 62 stig og Fiorentina er í 8. sæti með 59 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner