Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur áhyggjur af meiðslum James Maddison en hann mun líklega missa af seinni leik liðsins gegn Bodö/Glimt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer í Noregi á fimmtudaginn.
Maddison og Dominic Solanke þurftu að fara af velli í 3-1 sigri gegn Bodö/Glimt á dögunum og voru ekki með þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn West Ham í dag.
„Við sjáum til, Solanke er á réttri leið, við búumst ekki við neinum vandræðum hjá honum. Við höfum smá áhyggjur af Maddison, við fáum frekari upplýsingar á morgun eða á næstu dögum," sagði Postecoglou.
Þetta er mikið áfall fyrir Tottenham og Maddison en hann hefur komið vel inn í liðið eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla fyrr á tímabilinu.
Athugasemdir