Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 04. júlí 2014 12:30
Sigmundur Kristjánsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ekki missa hausinn
Sigmundur Kristjánsson
Sigmundur Kristjánsson
Í leik með Þrótti sumarið 2012.
Í leik með Þrótti sumarið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigri fagnað með Brabrand.
Sigri fagnað með Brabrand.
Mynd: Brynjar Harðarson
Í leik með KR.
Í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Íslensk knattspyrna er í miklum vexti. Kannski ekki knattspyrnan sem spiluð er á Íslandi per se, heldur sú staðreynd að Ísland á orðið atvinnumenn í flestum af stærstu deildum Evrópu. Þá eru ótaldir allir þeir ungu leikmenn sem leika með unglingaliðum félaga víðsvegar í Evrópu og eiga margir eftir að vinna sér sæti í aðalliðinu þegar fram líða stundir. Ég segi margir, en þori ekki að segja flestir. Ástæðan er einföld: Það er ekki nóg að skrifa undir unglingasamning til að verða atvinnumaður. Þá er í raun bara hálfur sigur unninn. Og þá er komið að ástæðu þess að ég ákvað að skrifa þennan pistil.

Ég var einu sinni einn af þessum strákum í unglingaliðunum. Í dag starfa ég sem markaðsstjóri á heildsölu og hætti í fótbolta fyrir þrítugt – án þess að meiðsli settu nokkurt strik í reikninginn. Margir spyrja: Hvað gerðist?

Það er óþarfi að fara nákvæmlega í gegnum afrek mín með yngri flokkum Þróttar. Þessi saga var í raun eins og margra: Besti leikmaður Shellmóts, 19 leikir með yngri landsliðum, ungur í meistaraflokki og seldur til Utrecht í Hollandi átján ára gamall. Þá átti þetta bara að vera komið. Eða hvað?

Tíminn hjá Utrecht byrjaði ágætlega. Það var stígandi í þessu og ég fékk að æfa með aðalliðinu en náði ekki að festa mig í sessi. Semsagt. Vandamál í paradís. Til að gera langa sögu stutta þá gafst ég upp á Utrecht þegar ég var tvítugur og flutti heim til að spila með KR – af öllum klúbbum, sjálfur Þróttarinn!

Auðvitað átti tíminn hjá KR að vera stoppistöð í eins og eitt sumar áður en ég yrði keyptur aftur út. Þessi sumur urðu að fjórum þar til ég flutti mig aftur heim í Laugardalinn, elti hjartað. Frá Þrótti fór ég yfir í Brabrand í Danmörku og nafnið eitt á liðinu segir allt um hversu mikið djók það var. Á endanum hætti ég í fótbolta sumarið 2011 og hef verið hættur síðan að undanskildum nokkrum vikum með Þrótti í 1. deildinni þar sem holdafar mitt vakti meiri athygli en frammistaðan á vellinum. Ég var einfaldlega kominn með ógeð.

Hvað í … afsakið orðbragðið… ANDSKOTANUM fór úrskeiðis? Var skortur á hæfileikum? Mitt svar, og flestra sem eitthvað vit hafa á knattspyrnu og hafa séð mig spila, er nei. Var það útaf skorti á metnaði? Njah, kannski, en það var samt ekki megin orsökin. Var það útaf óskýrum fókus? Búmm! Já. Það var nákvæmlega málið. Ég var ekki með einbeitinguna við boltann. Eða eins og þeir segja, ég var ekki með augun á boltanum, sem er auðvitað það mikilvægasta í þessu blezzaða sporti.

Þess vegna segi ég við þig, ungi og efnilegi knattspyrnumaður: EKKI MISSA HAUSINN. Jú, jú, það skemmdi aldrei fyrir að vera jafnfættur með góða tækni en hún er EKKERT ef hausinn er ekki rétt skrúfaður á. Hausinn er 90 prósent. Eða eins og Hjelle Parkeveij, tæknilegur ráðgjafi hjá Brabrand sagði einu sinni við mig yfir einum fedöl: „Messi er ikke den bedste í benerne, han er den bedste í hovedet.“

Strákar, ekki eyða tímanum í djamm og póker. Þá endið þið bara sem sorglegir lúserar með brostna drauma. Það eru ekki allir sem ná að rísa upp og verða stjórnendur í fyrirtækjum, ég var bara heppinn. Það er ekki víst að þið verðið það líka.

Áfram Holland á HM :)

Knattspyrnukveðja,

Sigmundur Kristjánsson
Fyrrum næstum því atvinnumaður;)
Athugasemdir
banner
banner
banner