Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 04. júlí 2025 00:07
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met það þannig að fyrri hálfleikur hafi verið bara slakasti hálfleikurinn í sumar“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Við vorum gjörsamlega á afturfótunum, hægir, gæðalitlir, orkulitlir. Þetta var ekki eðlileg staða að við værum komnir í 2-0 en við hefðum getað verndað hana betur og reynt að fara inn með hana í hálfleikinn en þetta var gjörsamlega orkulaust og lélegt hjá okkur í fyrri hálfleik, því miður“ hélt hann svo áfram.

Dóri greinilega ekki sáttur með fyrri hálfleikinn en hvernig mat hann þann seinni?

„Við ætluðum að koma miklu kraftmeiri inn í hann en það er auðvitað bara högg að fá mark á sig eftir eina og hálfa mínútu. Mér fannst við svona spila næstu mínútur þar á eftir bara eins og staðan væri enn þá 2-1 í staðinn fyrir að fara að sækja þetta. Mér fannst bara lítið gerast næstu mínútur á eftir og kannski fullseint sem við förum að herja á þá að einhverri alvöru en við fáum auðvitað stöður og færi til að vinna þetta en við byrjuðum allt of seint að sækja það og það er eitthvað sem við þurfum að skoða, af hverju við mættum svona orkulitlir og hálf sloppy inn í leikinn. Þetta var bara ekki nógu gott.“

Næstu tveir leikir Blika eru gegn Egnatia, Albönsku meisturunum, í undankeppni Meistaradeildarinnar, aðspurður hverju megi búast við í þeim leikjum segir hann:

„Við erum nokkuð sjóaðir í því að vera þarna á Balkanskaganum, búnir að spila fimm eða sex leiki þarna síðustu árin og þetta er alltaf erfitt. Mikil reynsla í hópnum til að takast á við svona verkefni þannig að við erum bara spenntir. Við erum svo sem, við þjálfararnir, búnir að undirbúa þetta síðustu vikur og skoða þá vel en gagnvart leikmönnum höfum við ekkert nefnt þetta bara fókus á deildina. Undirbúningurinn gagnvart leiknum hefst bara á morgun þannig að við erum bara mjög spenntir.“ 

Nánar er rætt við Dóra í spilaranum hér að ofan, þar er möguleg heimkoma Ísaks Snær Þorvaldssonar t.a.m. rædd.


Athugasemdir
banner
banner