Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fös 04. júlí 2025 00:07
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met það þannig að fyrri hálfleikur hafi verið bara slakasti hálfleikurinn í sumar“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Við vorum gjörsamlega á afturfótunum, hægir, gæðalitlir, orkulitlir. Þetta var ekki eðlileg staða að við værum komnir í 2-0 en við hefðum getað verndað hana betur og reynt að fara inn með hana í hálfleikinn en þetta var gjörsamlega orkulaust og lélegt hjá okkur í fyrri hálfleik, því miður“ hélt hann svo áfram.

Dóri greinilega ekki sáttur með fyrri hálfleikinn en hvernig mat hann þann seinni?

„Við ætluðum að koma miklu kraftmeiri inn í hann en það er auðvitað bara högg að fá mark á sig eftir eina og hálfa mínútu. Mér fannst við svona spila næstu mínútur þar á eftir bara eins og staðan væri enn þá 2-1 í staðinn fyrir að fara að sækja þetta. Mér fannst bara lítið gerast næstu mínútur á eftir og kannski fullseint sem við förum að herja á þá að einhverri alvöru en við fáum auðvitað stöður og færi til að vinna þetta en við byrjuðum allt of seint að sækja það og það er eitthvað sem við þurfum að skoða, af hverju við mættum svona orkulitlir og hálf sloppy inn í leikinn. Þetta var bara ekki nógu gott.“

Næstu tveir leikir Blika eru gegn Egnatia, Albönsku meisturunum, í undankeppni Meistaradeildarinnar, aðspurður hverju megi búast við í þeim leikjum segir hann:

„Við erum nokkuð sjóaðir í því að vera þarna á Balkanskaganum, búnir að spila fimm eða sex leiki þarna síðustu árin og þetta er alltaf erfitt. Mikil reynsla í hópnum til að takast á við svona verkefni þannig að við erum bara spenntir. Við erum svo sem, við þjálfararnir, búnir að undirbúa þetta síðustu vikur og skoða þá vel en gagnvart leikmönnum höfum við ekkert nefnt þetta bara fókus á deildina. Undirbúningurinn gagnvart leiknum hefst bara á morgun þannig að við erum bara mjög spenntir.“ 

Nánar er rætt við Dóra í spilaranum hér að ofan, þar er möguleg heimkoma Ísaks Snær Þorvaldssonar t.a.m. rædd.


Athugasemdir
banner