Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 04. júlí 2025 00:07
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met það þannig að fyrri hálfleikur hafi verið bara slakasti hálfleikurinn í sumar“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Við vorum gjörsamlega á afturfótunum, hægir, gæðalitlir, orkulitlir. Þetta var ekki eðlileg staða að við værum komnir í 2-0 en við hefðum getað verndað hana betur og reynt að fara inn með hana í hálfleikinn en þetta var gjörsamlega orkulaust og lélegt hjá okkur í fyrri hálfleik, því miður“ hélt hann svo áfram.

Dóri greinilega ekki sáttur með fyrri hálfleikinn en hvernig mat hann þann seinni?

„Við ætluðum að koma miklu kraftmeiri inn í hann en það er auðvitað bara högg að fá mark á sig eftir eina og hálfa mínútu. Mér fannst við svona spila næstu mínútur þar á eftir bara eins og staðan væri enn þá 2-1 í staðinn fyrir að fara að sækja þetta. Mér fannst bara lítið gerast næstu mínútur á eftir og kannski fullseint sem við förum að herja á þá að einhverri alvöru en við fáum auðvitað stöður og færi til að vinna þetta en við byrjuðum allt of seint að sækja það og það er eitthvað sem við þurfum að skoða, af hverju við mættum svona orkulitlir og hálf sloppy inn í leikinn. Þetta var bara ekki nógu gott.“

Næstu tveir leikir Blika eru gegn Egnatia, Albönsku meisturunum, í undankeppni Meistaradeildarinnar, aðspurður hverju megi búast við í þeim leikjum segir hann:

„Við erum nokkuð sjóaðir í því að vera þarna á Balkanskaganum, búnir að spila fimm eða sex leiki þarna síðustu árin og þetta er alltaf erfitt. Mikil reynsla í hópnum til að takast á við svona verkefni þannig að við erum bara spenntir. Við erum svo sem, við þjálfararnir, búnir að undirbúa þetta síðustu vikur og skoða þá vel en gagnvart leikmönnum höfum við ekkert nefnt þetta bara fókus á deildina. Undirbúningurinn gagnvart leiknum hefst bara á morgun þannig að við erum bara mjög spenntir.“ 

Nánar er rætt við Dóra í spilaranum hér að ofan, þar er möguleg heimkoma Ísaks Snær Þorvaldssonar t.a.m. rædd.


Athugasemdir
banner
banner