Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   fös 04. júlí 2025 00:07
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met það þannig að fyrri hálfleikur hafi verið bara slakasti hálfleikurinn í sumar“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Við vorum gjörsamlega á afturfótunum, hægir, gæðalitlir, orkulitlir. Þetta var ekki eðlileg staða að við værum komnir í 2-0 en við hefðum getað verndað hana betur og reynt að fara inn með hana í hálfleikinn en þetta var gjörsamlega orkulaust og lélegt hjá okkur í fyrri hálfleik, því miður“ hélt hann svo áfram.

Dóri greinilega ekki sáttur með fyrri hálfleikinn en hvernig mat hann þann seinni?

„Við ætluðum að koma miklu kraftmeiri inn í hann en það er auðvitað bara högg að fá mark á sig eftir eina og hálfa mínútu. Mér fannst við svona spila næstu mínútur þar á eftir bara eins og staðan væri enn þá 2-1 í staðinn fyrir að fara að sækja þetta. Mér fannst bara lítið gerast næstu mínútur á eftir og kannski fullseint sem við förum að herja á þá að einhverri alvöru en við fáum auðvitað stöður og færi til að vinna þetta en við byrjuðum allt of seint að sækja það og það er eitthvað sem við þurfum að skoða, af hverju við mættum svona orkulitlir og hálf sloppy inn í leikinn. Þetta var bara ekki nógu gott.“

Næstu tveir leikir Blika eru gegn Egnatia, Albönsku meisturunum, í undankeppni Meistaradeildarinnar, aðspurður hverju megi búast við í þeim leikjum segir hann:

„Við erum nokkuð sjóaðir í því að vera þarna á Balkanskaganum, búnir að spila fimm eða sex leiki þarna síðustu árin og þetta er alltaf erfitt. Mikil reynsla í hópnum til að takast á við svona verkefni þannig að við erum bara spenntir. Við erum svo sem, við þjálfararnir, búnir að undirbúa þetta síðustu vikur og skoða þá vel en gagnvart leikmönnum höfum við ekkert nefnt þetta bara fókus á deildina. Undirbúningurinn gagnvart leiknum hefst bara á morgun þannig að við erum bara mjög spenntir.“ 

Nánar er rætt við Dóra í spilaranum hér að ofan, þar er möguleg heimkoma Ísaks Snær Þorvaldssonar t.a.m. rædd.


Athugasemdir
banner