Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   fös 04. júlí 2025 00:07
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met það þannig að fyrri hálfleikur hafi verið bara slakasti hálfleikurinn í sumar“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Við vorum gjörsamlega á afturfótunum, hægir, gæðalitlir, orkulitlir. Þetta var ekki eðlileg staða að við værum komnir í 2-0 en við hefðum getað verndað hana betur og reynt að fara inn með hana í hálfleikinn en þetta var gjörsamlega orkulaust og lélegt hjá okkur í fyrri hálfleik, því miður“ hélt hann svo áfram.

Dóri greinilega ekki sáttur með fyrri hálfleikinn en hvernig mat hann þann seinni?

„Við ætluðum að koma miklu kraftmeiri inn í hann en það er auðvitað bara högg að fá mark á sig eftir eina og hálfa mínútu. Mér fannst við svona spila næstu mínútur þar á eftir bara eins og staðan væri enn þá 2-1 í staðinn fyrir að fara að sækja þetta. Mér fannst bara lítið gerast næstu mínútur á eftir og kannski fullseint sem við förum að herja á þá að einhverri alvöru en við fáum auðvitað stöður og færi til að vinna þetta en við byrjuðum allt of seint að sækja það og það er eitthvað sem við þurfum að skoða, af hverju við mættum svona orkulitlir og hálf sloppy inn í leikinn. Þetta var bara ekki nógu gott.“

Næstu tveir leikir Blika eru gegn Egnatia, Albönsku meisturunum, í undankeppni Meistaradeildarinnar, aðspurður hverju megi búast við í þeim leikjum segir hann:

„Við erum nokkuð sjóaðir í því að vera þarna á Balkanskaganum, búnir að spila fimm eða sex leiki þarna síðustu árin og þetta er alltaf erfitt. Mikil reynsla í hópnum til að takast á við svona verkefni þannig að við erum bara spenntir. Við erum svo sem, við þjálfararnir, búnir að undirbúa þetta síðustu vikur og skoða þá vel en gagnvart leikmönnum höfum við ekkert nefnt þetta bara fókus á deildina. Undirbúningurinn gagnvart leiknum hefst bara á morgun þannig að við erum bara mjög spenntir.“ 

Nánar er rætt við Dóra í spilaranum hér að ofan, þar er möguleg heimkoma Ísaks Snær Þorvaldssonar t.a.m. rædd.


Athugasemdir
banner