Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 04. ágúst 2022 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum"
Kvenaboltinn
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir átti nokkuð rólegan dag á skrifstofunni þegar Valur vann 3-0 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna.

„Þetta var nokkuð þægilegt. Við eigum inni, við vorum ekki frábærar... maður hefði viljað fá aðeins meiri ákefð og gæði, en það er gott að taka þessi þrjú stig," sagði Arna í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

Arna er uppalin í Þór/KA og hefur lengst af spilað með þeim á sínum ferli. Hvernig er það fyrir hana að spila á móti þeim?

„Það er alltaf skrítið. Þór/KA er uppeldisfélag mitt og fjölskylda mín, og allar þessar stelpur. Þór/KA á sérstakan stað í hjarta mínu og þetta er alltaf skrítið," segir Arna.

„En maður þarf að setja það í hausinn á sér að þetta er leikur eins og hver annar leikur. Núna er ég í Val og það er mitt lið. Mér er alveg sama á móti hverjum ég spila, ég ætla að vinna."

Valur er á toppnum, en Arna segir að Valsliðið eigi eitthvað inni. Sjálf hefur hún fengið mikið hrós fyrir sína frammistöðu í sumar og var mikið talað um að hún gerði sterkt tilkall til þess að vera í landsliðshópnum sem fór á Evrópumótið. Var hún svekkt að missa af því?

„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum. Svona er staðan. Við eigum frábært landslið og fullt af frábærum fótboltakonum. Það er ekki hægt að væla yfir því."

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Arna um tímabilið og framhaldið.
Athugasemdir
banner