Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 04. ágúst 2022 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum"
Kvenaboltinn
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir átti nokkuð rólegan dag á skrifstofunni þegar Valur vann 3-0 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna.

„Þetta var nokkuð þægilegt. Við eigum inni, við vorum ekki frábærar... maður hefði viljað fá aðeins meiri ákefð og gæði, en það er gott að taka þessi þrjú stig," sagði Arna í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

Arna er uppalin í Þór/KA og hefur lengst af spilað með þeim á sínum ferli. Hvernig er það fyrir hana að spila á móti þeim?

„Það er alltaf skrítið. Þór/KA er uppeldisfélag mitt og fjölskylda mín, og allar þessar stelpur. Þór/KA á sérstakan stað í hjarta mínu og þetta er alltaf skrítið," segir Arna.

„En maður þarf að setja það í hausinn á sér að þetta er leikur eins og hver annar leikur. Núna er ég í Val og það er mitt lið. Mér er alveg sama á móti hverjum ég spila, ég ætla að vinna."

Valur er á toppnum, en Arna segir að Valsliðið eigi eitthvað inni. Sjálf hefur hún fengið mikið hrós fyrir sína frammistöðu í sumar og var mikið talað um að hún gerði sterkt tilkall til þess að vera í landsliðshópnum sem fór á Evrópumótið. Var hún svekkt að missa af því?

„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum. Svona er staðan. Við eigum frábært landslið og fullt af frábærum fótboltakonum. Það er ekki hægt að væla yfir því."

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Arna um tímabilið og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner