Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fim 04. ágúst 2022 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum"
Kvenaboltinn
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir átti nokkuð rólegan dag á skrifstofunni þegar Valur vann 3-0 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna.

„Þetta var nokkuð þægilegt. Við eigum inni, við vorum ekki frábærar... maður hefði viljað fá aðeins meiri ákefð og gæði, en það er gott að taka þessi þrjú stig," sagði Arna í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

Arna er uppalin í Þór/KA og hefur lengst af spilað með þeim á sínum ferli. Hvernig er það fyrir hana að spila á móti þeim?

„Það er alltaf skrítið. Þór/KA er uppeldisfélag mitt og fjölskylda mín, og allar þessar stelpur. Þór/KA á sérstakan stað í hjarta mínu og þetta er alltaf skrítið," segir Arna.

„En maður þarf að setja það í hausinn á sér að þetta er leikur eins og hver annar leikur. Núna er ég í Val og það er mitt lið. Mér er alveg sama á móti hverjum ég spila, ég ætla að vinna."

Valur er á toppnum, en Arna segir að Valsliðið eigi eitthvað inni. Sjálf hefur hún fengið mikið hrós fyrir sína frammistöðu í sumar og var mikið talað um að hún gerði sterkt tilkall til þess að vera í landsliðshópnum sem fór á Evrópumótið. Var hún svekkt að missa af því?

„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum. Svona er staðan. Við eigum frábært landslið og fullt af frábærum fótboltakonum. Það er ekki hægt að væla yfir því."

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Arna um tímabilið og framhaldið.
Athugasemdir