Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 04. ágúst 2022 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum"
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Arna Sif er búin að eiga gott sumar með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir átti nokkuð rólegan dag á skrifstofunni þegar Valur vann 3-0 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna.

„Þetta var nokkuð þægilegt. Við eigum inni, við vorum ekki frábærar... maður hefði viljað fá aðeins meiri ákefð og gæði, en það er gott að taka þessi þrjú stig," sagði Arna í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

Arna er uppalin í Þór/KA og hefur lengst af spilað með þeim á sínum ferli. Hvernig er það fyrir hana að spila á móti þeim?

„Það er alltaf skrítið. Þór/KA er uppeldisfélag mitt og fjölskylda mín, og allar þessar stelpur. Þór/KA á sérstakan stað í hjarta mínu og þetta er alltaf skrítið," segir Arna.

„En maður þarf að setja það í hausinn á sér að þetta er leikur eins og hver annar leikur. Núna er ég í Val og það er mitt lið. Mér er alveg sama á móti hverjum ég spila, ég ætla að vinna."

Valur er á toppnum, en Arna segir að Valsliðið eigi eitthvað inni. Sjálf hefur hún fengið mikið hrós fyrir sína frammistöðu í sumar og var mikið talað um að hún gerði sterkt tilkall til þess að vera í landsliðshópnum sem fór á Evrópumótið. Var hún svekkt að missa af því?

„Ef ég hefði átt skilið að vera í hópnum, þá hefði ég verið í honum. Svona er staðan. Við eigum frábært landslið og fullt af frábærum fótboltakonum. Það er ekki hægt að væla yfir því."

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Arna um tímabilið og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner