Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 04. ágúst 2022 08:56
Elvar Geir Magnússon
Mark Axels fyrir Örebro dugði skammt - Valgeir lék sinn fyrsta leik
Mynd: Raggi Óla
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson skoraði með skalla og kom Örebro yfir gegn Brommapojkarna í sænsku B-deildinni, Superrettunni, í gær.

Markið dugði skammt þar sem Brommapojkarna fagnaði á endanum 2-1 sigri.

Valgeir Valgeirsson lék sinn fyrsta leik fyrir Öster en hann gekk í raðir félagsins frá HK á dögunum. Valgeir kom af bekknum á 84. mínútu.

Örebro er í níunda sæti af sextán liðum deildarinnar þegar flest lið hafa leikið sautján leiki.

Böðvar Böðvarsson og félagar í Trelleborg eru í fimmta sæti en fengu 4-0 skell gegn toppliði Halmstad í gær. Böðvar lék allan leikinn.

Lærisveinar Srdjan Tufegdzic í Öster eiga leik í dag en þeir eru í sjöunda sæti.


Athugasemdir
banner