Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 04. september 2015 15:20
Alexander Freyr Tamimi
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ekkert kjaftæði - Leyfið okkur að fagna
Alexander Freyr Tamimi
Við viljum bara fá að fagna.
Við viljum bara fá að fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum að fara að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi á sunnudaginn. Kasakstan mætir í heimsókn á Laugardalsvöll og ef allt gengur eðlilega fyrir sig á Ísland að taka stigin þrjú, eða að minnsta kosti þetta eina stig sem þarf til að komast áfram.

Er ég nokkuð að jinx-a þetta? Nei. Ég er ekki að því. Það sem ég segi og geri mun ekki ráða neinu um þennan leik. Kannski er ég að setja smá auka pressu á strákana með því að skrifa þetta á stóran fótboltavef. Samt ekki. Þeim á að vera nákvæmlega sama um hvað mér finnst og er það örugglega. Þeir vita það sjálfir að þeir geta farið á EM með sigri og ætla sér að gera það. Auðvitað er þetta pressa, en liðið höndlar pressu bara mjög vel.

En að öðru.. Væri það ekki nokkuð eðlilegt ef íslenska þjóðin myndi vilja fagna stærsta áfanga sínum í íþróttasögunni á sunnudagskvöld? Er það nokkuð svo langsótt að hugsa sér að fólk vilji flykkjast í miðbæinn og ærast af gleði yfir þessu magnaða afreki sem strákarnir okkar geta náð? Mér þætti það frekar eðlilegt.

Reglur eru vissulega reglur. Barir og skemmtistaðir hafa bara leyfi til að vera opnir til 01:00. Hins vegar er hægt að veita undanþágur, t.d. ef það eru frídagar daginn eftir o.s.frv.. Búa íslensk yfirvöld ekki alveg yfir nógu mikilli heilbrigðri skynsemi til að átta sig á því að sunnudagurinn er gjörsamlega kjörinn fyrir slíka undanþágu? Hátíðisdagar koma á hverju ári. Hversu oft fer Ísland á stórmót í fótbolta? Þetta verður í fyrsta skiptið!! Kannski eina skiptið, myndu svartsýnir menn segja! (Ath. að ég er bara að tala um karlalandsliðið, stelpurnar eru að verða fastagestir á stórmótin)

Þess vegna er það bara borðliggjandi að lengja opnunartíma bara og skemmtistaða á sunnudag til að allir geti fagnað árangri strákanna almennilega! Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki vilja plana neitt slíkt, því hann vill ekki jinx-a hlutina fyrir liðinu. Hann er of hjátrúarfullur! Ætlar einhver að leyfa honum að komast upp með þessa ömurlegu afsökun?? Rosa þægilegt að geta bara sleppt því að gera neitt í málunum því hann vill ekki skemma fyrir liðinu... Virkilega notaleg afsökun.

Heldur Dagur að þegar tvö lið mætast í bikarúrslitum.. heldur hann að þau plani ekki bæði fagnaðinn fyrir kvöldið? Bóki út að borða, o.s.frv..? Jafnvel þó annað þeirra muni tapa, þá gera þau bæði ráð fyrir því að þau séu að fara að fagna. Enda ertu ekki að fara að skipuleggja alla hátíðina á tveimur klukkustundum!

Þannig að ég gef lítið fyrir þessi rök Dags og segi: Borgaryfirvöld, yfirvöld þjóðarinnar.. hver sá sem ræður þessu.. leyfið okkur að fagna þegar Ísland fer á EM! Finnið í hjarta ykkar að þetta er réttur viðburður til að veita undanþágu á reglunum! Ekki vera með prik uppi í... já, ég held að fólk fatti hvað ég meina.

Annars bara, áfram Ísland!!
Athugasemdir
banner