Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 04. september 2023 22:31
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær
Kvenaboltinn
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 4-0 á móti Þrótti R. á Kópavogsvelli í kvöld í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 

„Pínu spennufall hjá mér, búið að vera mikið að gera undanfarna daga og auðvitað glatað að tapa fótboltaleikjum, glatað, en það er bara gangurinn í þessu," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks sem stýrði liðinu í fyrsta leik eftir þjálfaraskipti sem urðu á dögunum.

„Við vorum ánægðir með fyrsta hálftímann og fyrri hálfleikinn svona heilt yfir. Vorum þéttar og sköpuðum okkur mörg færi, marga möguleika. Vorum kannski ekki nógu grimmar inn í teig en svo er seinni hálfleikurinn ekki nægilega góður, við svona finnum og það er kannski klassískt fyrir lið sem er búið að vera í veseni að sjálfstraustið er fljótt að fara þegar á móti blæs. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að díla við, við þurfum að reyna að stjórna því sem við getum stjórnað. Engin sjálfsvorkun eða eitthvað, við töpuðum bara fyrir góðu liði og það er búið og gert, við getum grenjað aðeins í kvöld og svo bara þurfum við að fara að íhuga bara næsta skref," sagði Gulli ennfremur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 Þróttur R.

Blikar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og fengu marga góða sénsa sem þeim tókst ekki að nýta. Gulli segir að það hefði gefið þeim byr í seglin að ná að skora fyrsta markið í leiknum. „En þetta er nú bara fótbolti sko, þetta getur verið svo 'ruthless' eins og þetta getur verið stórkostlegt fyrirbæri."

„Við þurfum bara að gera betur inn í teig, við erum að fá fullt af færum og við spiluðum vel, svo þarf eitthvað 'killer instinct' í okkur og svona fínpússa litla detaila, smáatriði hingað og þangað. Ég hef fulla trú á þessum stelpum, þær eru allar góðar í fótbolta og núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær," sagði Gulli.

Nánar er rætt við Gulla í spilaranum hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um þjálfaraskiptin og framhaldið.


Athugasemdir
banner