Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 04. september 2023 22:31
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 4-0 á móti Þrótti R. á Kópavogsvelli í kvöld í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 

„Pínu spennufall hjá mér, búið að vera mikið að gera undanfarna daga og auðvitað glatað að tapa fótboltaleikjum, glatað, en það er bara gangurinn í þessu," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks sem stýrði liðinu í fyrsta leik eftir þjálfaraskipti sem urðu á dögunum.

„Við vorum ánægðir með fyrsta hálftímann og fyrri hálfleikinn svona heilt yfir. Vorum þéttar og sköpuðum okkur mörg færi, marga möguleika. Vorum kannski ekki nógu grimmar inn í teig en svo er seinni hálfleikurinn ekki nægilega góður, við svona finnum og það er kannski klassískt fyrir lið sem er búið að vera í veseni að sjálfstraustið er fljótt að fara þegar á móti blæs. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að díla við, við þurfum að reyna að stjórna því sem við getum stjórnað. Engin sjálfsvorkun eða eitthvað, við töpuðum bara fyrir góðu liði og það er búið og gert, við getum grenjað aðeins í kvöld og svo bara þurfum við að fara að íhuga bara næsta skref," sagði Gulli ennfremur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 Þróttur R.

Blikar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og fengu marga góða sénsa sem þeim tókst ekki að nýta. Gulli segir að það hefði gefið þeim byr í seglin að ná að skora fyrsta markið í leiknum. „En þetta er nú bara fótbolti sko, þetta getur verið svo 'ruthless' eins og þetta getur verið stórkostlegt fyrirbæri."

„Við þurfum bara að gera betur inn í teig, við erum að fá fullt af færum og við spiluðum vel, svo þarf eitthvað 'killer instinct' í okkur og svona fínpússa litla detaila, smáatriði hingað og þangað. Ég hef fulla trú á þessum stelpum, þær eru allar góðar í fótbolta og núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær," sagði Gulli.

Nánar er rætt við Gulla í spilaranum hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um þjálfaraskiptin og framhaldið.


Athugasemdir
banner
banner