Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 04. september 2023 22:31
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær
Kvenaboltinn
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 4-0 á móti Þrótti R. á Kópavogsvelli í kvöld í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 

„Pínu spennufall hjá mér, búið að vera mikið að gera undanfarna daga og auðvitað glatað að tapa fótboltaleikjum, glatað, en það er bara gangurinn í þessu," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks sem stýrði liðinu í fyrsta leik eftir þjálfaraskipti sem urðu á dögunum.

„Við vorum ánægðir með fyrsta hálftímann og fyrri hálfleikinn svona heilt yfir. Vorum þéttar og sköpuðum okkur mörg færi, marga möguleika. Vorum kannski ekki nógu grimmar inn í teig en svo er seinni hálfleikurinn ekki nægilega góður, við svona finnum og það er kannski klassískt fyrir lið sem er búið að vera í veseni að sjálfstraustið er fljótt að fara þegar á móti blæs. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að díla við, við þurfum að reyna að stjórna því sem við getum stjórnað. Engin sjálfsvorkun eða eitthvað, við töpuðum bara fyrir góðu liði og það er búið og gert, við getum grenjað aðeins í kvöld og svo bara þurfum við að fara að íhuga bara næsta skref," sagði Gulli ennfremur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 Þróttur R.

Blikar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og fengu marga góða sénsa sem þeim tókst ekki að nýta. Gulli segir að það hefði gefið þeim byr í seglin að ná að skora fyrsta markið í leiknum. „En þetta er nú bara fótbolti sko, þetta getur verið svo 'ruthless' eins og þetta getur verið stórkostlegt fyrirbæri."

„Við þurfum bara að gera betur inn í teig, við erum að fá fullt af færum og við spiluðum vel, svo þarf eitthvað 'killer instinct' í okkur og svona fínpússa litla detaila, smáatriði hingað og þangað. Ég hef fulla trú á þessum stelpum, þær eru allar góðar í fótbolta og núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær," sagði Gulli.

Nánar er rætt við Gulla í spilaranum hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um þjálfaraskiptin og framhaldið.


Athugasemdir
banner