Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 04. september 2023 22:31
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 4-0 á móti Þrótti R. á Kópavogsvelli í kvöld í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 

„Pínu spennufall hjá mér, búið að vera mikið að gera undanfarna daga og auðvitað glatað að tapa fótboltaleikjum, glatað, en það er bara gangurinn í þessu," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks sem stýrði liðinu í fyrsta leik eftir þjálfaraskipti sem urðu á dögunum.

„Við vorum ánægðir með fyrsta hálftímann og fyrri hálfleikinn svona heilt yfir. Vorum þéttar og sköpuðum okkur mörg færi, marga möguleika. Vorum kannski ekki nógu grimmar inn í teig en svo er seinni hálfleikurinn ekki nægilega góður, við svona finnum og það er kannski klassískt fyrir lið sem er búið að vera í veseni að sjálfstraustið er fljótt að fara þegar á móti blæs. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að díla við, við þurfum að reyna að stjórna því sem við getum stjórnað. Engin sjálfsvorkun eða eitthvað, við töpuðum bara fyrir góðu liði og það er búið og gert, við getum grenjað aðeins í kvöld og svo bara þurfum við að fara að íhuga bara næsta skref," sagði Gulli ennfremur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 Þróttur R.

Blikar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og fengu marga góða sénsa sem þeim tókst ekki að nýta. Gulli segir að það hefði gefið þeim byr í seglin að ná að skora fyrsta markið í leiknum. „En þetta er nú bara fótbolti sko, þetta getur verið svo 'ruthless' eins og þetta getur verið stórkostlegt fyrirbæri."

„Við þurfum bara að gera betur inn í teig, við erum að fá fullt af færum og við spiluðum vel, svo þarf eitthvað 'killer instinct' í okkur og svona fínpússa litla detaila, smáatriði hingað og þangað. Ég hef fulla trú á þessum stelpum, þær eru allar góðar í fótbolta og núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær," sagði Gulli.

Nánar er rætt við Gulla í spilaranum hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um þjálfaraskiptin og framhaldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner