Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 04. september 2023 22:31
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær
Kvenaboltinn
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 4-0 á móti Þrótti R. á Kópavogsvelli í kvöld í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 

„Pínu spennufall hjá mér, búið að vera mikið að gera undanfarna daga og auðvitað glatað að tapa fótboltaleikjum, glatað, en það er bara gangurinn í þessu," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks sem stýrði liðinu í fyrsta leik eftir þjálfaraskipti sem urðu á dögunum.

„Við vorum ánægðir með fyrsta hálftímann og fyrri hálfleikinn svona heilt yfir. Vorum þéttar og sköpuðum okkur mörg færi, marga möguleika. Vorum kannski ekki nógu grimmar inn í teig en svo er seinni hálfleikurinn ekki nægilega góður, við svona finnum og það er kannski klassískt fyrir lið sem er búið að vera í veseni að sjálfstraustið er fljótt að fara þegar á móti blæs. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að díla við, við þurfum að reyna að stjórna því sem við getum stjórnað. Engin sjálfsvorkun eða eitthvað, við töpuðum bara fyrir góðu liði og það er búið og gert, við getum grenjað aðeins í kvöld og svo bara þurfum við að fara að íhuga bara næsta skref," sagði Gulli ennfremur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 Þróttur R.

Blikar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og fengu marga góða sénsa sem þeim tókst ekki að nýta. Gulli segir að það hefði gefið þeim byr í seglin að ná að skora fyrsta markið í leiknum. „En þetta er nú bara fótbolti sko, þetta getur verið svo 'ruthless' eins og þetta getur verið stórkostlegt fyrirbæri."

„Við þurfum bara að gera betur inn í teig, við erum að fá fullt af færum og við spiluðum vel, svo þarf eitthvað 'killer instinct' í okkur og svona fínpússa litla detaila, smáatriði hingað og þangað. Ég hef fulla trú á þessum stelpum, þær eru allar góðar í fótbolta og núna snýst þetta um að blása lífi og sjálfstrausti í þær," sagði Gulli.

Nánar er rætt við Gulla í spilaranum hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um þjálfaraskiptin og framhaldið.


Athugasemdir