City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
banner
   fim 04. september 2025 14:03
Elvar Geir Magnússon
Grindavík lét markvörðinn líka fara
Lengjudeildin
Matias Niemela.
Matias Niemela.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar hafa gripið til aðgerða fyrir tvær síðustu umferðir Lengjudeildarinnar. Eins og fjallað hefur verið um þá var Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari látinn taka pokann sinn en samkvæmt heimildum Fótbolta.net ákvað félagið einnig að afþakka frekari þjónustu markvarðarins Matias Niemela.

Niemela er finnskur og hefur spilað alla 20 leiki Grindavíkur í Lengjudeildinni í sumar. Niemela kom upphaflega til Vestra en var lánaður til Grindavíkur.

Kristófer Leví Sigtryggsson mun spila í marki Grindavíkur í síðustu tveimur leikjunum en hann spilaði síðast 2023, þá með KFG í 2. deildinni.

Grindavík tapaði gegn Völsungi um síðustu helgi og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Liðið er í tíunda sæti Lengjudeildarinnar aðeins stigi frá fallsæti. Grindavík mætir ÍR á heimavelli á laugardaginn og heimsækir svo Njarðvík í lokaumferðinn á sunnudag.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner