Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 04. október 2021 11:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romano: Ranieri skrifar undir tveggja ára samning við Watford
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri er að taka við sem stjóri Watford og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Frá þessu greinir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano á Twitter í dag.

Romano segir að Ranieri hafi fengið tilboð frá ítölskum félögum en hafi ákveðið að semja við Watford.

Ranieri tekur við af Xisco Munoz sem var rekinn eftir tap Watford gegn Leeds um helgina.

Ranieri verður fjórtándi stjóri Watford á síðustu tíu árum. Árið 2016 stýrði hann Leicester til sigurs í ensku úrvalsdeildinni og hefur síðan stýrt Nantes, Fulham, Roma og Sampdoria. Fyrsta starf Ranieri á Englandi var hjá Chelsea þar sem hann var stjóri á árunum 2000-2004.

Watford er með sjö stig eftir sjö umferðir af ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner