Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   þri 04. október 2022 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Championship: QPR lagði topplið Sheffield United
QPR vann toppliðið
QPR vann toppliðið
Mynd: Getty Images
Luton gerði sex marka jafntefli við Huddersfield
Luton gerði sex marka jafntefli við Huddersfield
Mynd: Getty Images
Sex leikir fóru fram í ensku B-deildinni í kvöld en QPR vann óvæntan 1-0 sigur á toppliði Sheffield United á Bramall Lane.

Bristol City gerði markalaust jafntefli við Coventry City á meðan Cardiff City lagði Blackburn Rovers, 1-0. Mark Harris gerði sigurmark Cardiff þegar sjö mínútur voru eftir.

Í uppbótartíma gat Blackburn jafnað metin er liðið fékk vítaspyrnu en George Hirst var sendur á punktinn. Ryan Allsop, markvörður Cardiff, sá við honum og lokatölur því 1-0 fyrir Cardiff.

Luton og Huddersfield gerðu 3-3 jafntefli. Byrjunin var nokkuð skrautleg en Carlton Morris gerði fyrst sjálfsmark í liði Luton áður en Michal Helik gerði slíkt hið sama hinum megin á vellinum.

Luton var 3-2 yfir í hálfleik en Ben Jackson tókst að jafna metin þegar tuttugu mínútur voru eftir. David Kasumu, leikmaður Huddersfield, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma.

Chris Willock gerði eina markið er QPR vann topplið Sheffield United, 1-0. Markið kom í upphafi síðari hálfleiks en United er enn á toppnum með 24 stig ásamt Norwich sem gerði 1-1 jafntefli við Reading.

Úrslit og markaskorarar:

Bristol City 0 - 0 Coventry

Cardiff City 1 - 0 Blackburn
1-0 Mark Harris ('83 )
1-0 George Hirst ('90 , Misnotað víti)

Luton 3 - 3 Huddersfield
0-1 Carlton Morris ('11 , sjálfsmark)
1-1 Michal Helik ('18 , sjálfsmark)
1-2 Jordan Rhodes ('32 , víti)
2-2 Elijah Adebayo ('37 )
3-2 Jordan Clark ('45 )
3-3 Ben Jackson ('70 )
Rautt spjald: David Kasumu, Huddersfield ('90)

Sheffield Utd 0 - 1 QPR
0-1 Chris Willock ('51 )

Sunderland 0 - 0 Blackpool

Reading 1 - 1 Norwich
0-1 Grant Hanley ('50 )
1-1 Jeff Hendrick ('60 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 33 25 3 5 69 26 +43 78
2 Leeds 33 21 6 6 61 26 +35 69
3 Ipswich Town 33 20 9 4 65 44 +21 69
4 Southampton 33 20 7 6 64 40 +24 67
5 West Brom 33 16 7 10 48 31 +17 55
6 Hull City 33 16 6 11 49 42 +7 54
7 Coventry 33 13 12 8 51 37 +14 51
8 Norwich 33 15 6 12 58 50 +8 51
9 Preston NE 33 14 7 12 44 52 -8 49
10 Sunderland 33 14 5 14 45 37 +8 47
11 Watford 33 11 11 11 49 45 +4 44
12 Bristol City 33 12 8 13 38 37 +1 44
13 Middlesbrough 32 13 5 14 47 47 0 44
14 Cardiff City 33 12 5 16 37 47 -10 41
15 Birmingham 32 10 8 14 37 48 -11 38
16 Blackburn 33 11 5 17 47 59 -12 38
17 Plymouth 33 9 10 14 51 57 -6 37
18 Swansea 33 9 9 15 41 54 -13 36
19 Stoke City 33 9 8 16 30 46 -16 35
20 Huddersfield 33 7 13 13 38 54 -16 34
21 Millwall 33 8 9 16 31 46 -15 33
22 QPR 33 8 8 17 30 44 -14 32
23 Sheff Wed 33 8 5 20 26 52 -26 29
24 Rotherham 33 3 10 20 29 64 -35 19
Athugasemdir
banner
banner