Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   fös 04. október 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Maresca: Chelsea getur ekki keppt við Man City og Arsenal
Enzo Maresca stjóri Chelsea.
Enzo Maresca stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
Enzo Maresca stjóri Chelsea segist sannfærður um að Chelsea geti ekki keppt við Manchester City og Arsenal um stærstu titlana á þessu tímabili. Ítalski stjórinn hefur byrjað vel hjá Chelsea og unnið sjö af tíu leikjum.

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Maresca telur þó að sitt lið sé ekki tilbúið að berjast um toppsætið.

„Ég tel ekki að við getum keppt við City eða Arsenal. Ég tel það í rauninni ekki. City hefur verið með sama stjórann í níu ár og Arsenal í fimm ár. Ef þú vilt keppa um stærstu titlana þarftu þann tíma," segir Mresca.

„Við erum bara búnir að vera hérna í þrjá mánuði og eigum langt í land. Ég er sannfærður um að við getum ekki keppt við þessi félög. Okkar markmið er að bæta okkur jafnt og þétt. Það er enginn sérstakur tímarammi, við þurfum að bæta okkur og finna lausnir á leiðinni."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner