Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 04. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Verður Bilic rekinn eftir næsta leik?
Mynd: Getty Images
Staða Slaven Bilic, stjóra West Bromwich Albion, er í mikilli hættu að sögn The Telegraph.

Nýliðarnir eru með þrjú stig eftir sjö umferðir í ensku úrvalsdeildinni og hafa ekki ennþá unnið leik.

Að sögn The Telegraph gæti Bilic misst starfið ef að illa er gegn Tottenham um helgina.

Landsleikjahlé er framundan um næstu helgi og nýr stjóri gæti fengið smá tíma til að koma sér inn í hlutina ef WBA gerir breytingar þá.

Samband Bilic og stjórnar WBA er ekki gott þessa dagana en Króatinn var ósáttur við að fá ekki fleiri leikmenn í sumar auk þess sem hann var allt annað en ánægður þegar varnarmaðurinn Ahmed Hegazi fór til Al-Ittihad á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner