Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer - „Eins gott og það gat verið"
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 04. desember 2020 12:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Sölvi fær þann tíma sem hann þarf
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er hæstánægður með að Kári Árnason og Þórður Ingason hafi skrifað undir nýja samninga.

„Kári er mjög hungraður, hann er óánægður eftir síðasta tímabil og vill bæta upp fyrir það. Mögulega var það ósanngjarnt gagnvart Dodda að hann missti sæti sitt eftir síðasta ár þar sem við urðum bikarmeistarar. En hann var mjög flottur, studdi við Ingvar og var frábær á æfingum. Ég veit að það voru fullt af liðum á eftir Dodda," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Kári er vanalega ekki meiðslagjarn en var óheppinn í sumar. Þetta var ekki venjulegt tímabil hjá honum. Hann hugsar vel um sig og ég býst við miklu af honum næsta sumar."

Enn er óvissa með Sölva Geir Ottesen sem fór í aðgerð nýlega. Víkingar vilja bíða og sjá hvernig málin þróast hjá honum.

„Sölvi fór í aðgerð fyrir tveimur vikum sem heppnaðist vel. Hann þarf sinn bara tíma. Vonandi kemur í ljós að þetta er minna mál en við héldum. Við gefum honum allan tímann sem hann þarf. Við sjáum hann ekki fyrr en í janúar, kannski febrúar. Ef hann telur sig í nægilega góðu standi til að spila þá mun hann gera það," sagði Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner