Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 04. desember 2020 12:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Sölvi fær þann tíma sem hann þarf
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er hæstánægður með að Kári Árnason og Þórður Ingason hafi skrifað undir nýja samninga.

„Kári er mjög hungraður, hann er óánægður eftir síðasta tímabil og vill bæta upp fyrir það. Mögulega var það ósanngjarnt gagnvart Dodda að hann missti sæti sitt eftir síðasta ár þar sem við urðum bikarmeistarar. En hann var mjög flottur, studdi við Ingvar og var frábær á æfingum. Ég veit að það voru fullt af liðum á eftir Dodda," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Kári er vanalega ekki meiðslagjarn en var óheppinn í sumar. Þetta var ekki venjulegt tímabil hjá honum. Hann hugsar vel um sig og ég býst við miklu af honum næsta sumar."

Enn er óvissa með Sölva Geir Ottesen sem fór í aðgerð nýlega. Víkingar vilja bíða og sjá hvernig málin þróast hjá honum.

„Sölvi fór í aðgerð fyrir tveimur vikum sem heppnaðist vel. Hann þarf sinn bara tíma. Vonandi kemur í ljós að þetta er minna mál en við héldum. Við gefum honum allan tímann sem hann þarf. Við sjáum hann ekki fyrr en í janúar, kannski febrúar. Ef hann telur sig í nægilega góðu standi til að spila þá mun hann gera það," sagði Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner