Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er hæstánægður með að Kári Árnason og Þórður Ingason hafi skrifað undir nýja samninga.
„Kári er mjög hungraður, hann er óánægður eftir síðasta tímabil og vill bæta upp fyrir það. Mögulega var það ósanngjarnt gagnvart Dodda að hann missti sæti sitt eftir síðasta ár þar sem við urðum bikarmeistarar. En hann var mjög flottur, studdi við Ingvar og var frábær á æfingum. Ég veit að það voru fullt af liðum á eftir Dodda," sagði Arnar við Fótbolta.net.
„Kári er vanalega ekki meiðslagjarn en var óheppinn í sumar. Þetta var ekki venjulegt tímabil hjá honum. Hann hugsar vel um sig og ég býst við miklu af honum næsta sumar."
Enn er óvissa með Sölva Geir Ottesen sem fór í aðgerð nýlega. Víkingar vilja bíða og sjá hvernig málin þróast hjá honum.
„Sölvi fór í aðgerð fyrir tveimur vikum sem heppnaðist vel. Hann þarf sinn bara tíma. Vonandi kemur í ljós að þetta er minna mál en við héldum. Við gefum honum allan tímann sem hann þarf. Við sjáum hann ekki fyrr en í janúar, kannski febrúar. Ef hann telur sig í nægilega góðu standi til að spila þá mun hann gera það," sagði Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir