Arsenal og Manchester United eigast við í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann fer fram á Emirates-leikvanginum í Lundúnum og hefst klukkan 20:15.
Gabriel Magalhaes og Riccardo Calafiori eru ekki með Arsenal vegna meiðsla en Jakub Kiwior kemur inn í vörnina og þá er Oleksandr Zinchenko í vinstri bakverðinum.
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, gerir sex breytingar frá 4-0 sigrinum á Everton. Lisandro Martínez og Kobbie Mainoo eru báðir í banni og þá fara þeir Marcus Rashford, Casemiro, Amad Diallo og Joshua Zirkzee allir á bekkinn en Mason Mount, Alejandro Garnacho, Tyrell Malacia, Manuel Ugarte, Harry Maguire og Rasmus Höjlund koma inn.
Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Kiwior, Zinchenko, Partey, Rice, Odegaard, Martinelli, Saka, Havertz.
Man Utd: Onana, Mazraoui, De Ligt, Maguire, Malacia, Dalot, Ugarte, Fernandes, Mount, Garnacho, Höjlund.
Aston Villa spilar við Brentford á Villa Park. Tyrone Mings og Leon Bailey koma inn í liðið og þá er Emiliano Martínez klár í að byrja eftir að hafa meiðst gegn Chelsea um helgina. Hákon Rafn Valdimarsson er á bekknum hjá Brentford.
Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Digne, Kamara, Tielemans, Bailey, Rogers, McGinn, Watkins
Brentford: Flekken, Van den Berg, Collins, Pinnock, Lewis-Potter, Yarmoliuk, Janelt, Mbeumo, Damsgaard, Schade, Wissa
Athugasemdir