Heimild: mbl.is
Varnarmaðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir samning við fótboltafélagið DPMM í Brúnei en liðið spilar í úrvalsdeildinni í Singapúr og er í sjötta sæti af níu liðum.
Damir staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Damir mun leika með liðinu frá áramótum og fram á næsta sumar.
Damir staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Damir mun leika með liðinu frá áramótum og fram á næsta sumar.
Damir er 34 ára og rifti samningi sínum við Breiðablik en þar hefur hann verið algjör lykilmaður og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari á liðnu tímabili. Það var hans annar Íslandsmeistaratitilinn með liðinu.
Damir hefur áður leikið fyrir HK, Leikni og Víking Ólafsvík.
Athugasemdir