Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fiorentina nálgast Cutrone
Patrick Cutrone gæti verið á leið aftur til Ítalíu
Patrick Cutrone gæti verið á leið aftur til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Fiorentina er nálægt því að fá Patrick Cutrone á láni frá Wolves út þessa leiktíð. Þetta kemur fram í ítölskum miðlum í dag.

Cutrone gekk til liðs við Wolves síðasta sumar en hann hefur átt erfitt með að brjóta sér leið inn í liðið.

Hann var ekki í hópnum hjá Wolves gegn Manchester United í enska bikarnum í gær og vildi Nuno Espirito Santo, stjóri félagsins, ekki tjá sig mikið um framtíð hans.

Fiorentina hefur áhuga á að fá Cutrone á láni út leiktíðina með möguleika á að kaupa hann í sumar.

Cutrone hefur spilað 24 leiki, skorað 3 mörk og lagt upp 4 mörk á tímabilinu en í heildina hefur hann þó aðeins spilað 860 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner