Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   mán 05. janúar 2026 11:56
Elvar Geir Magnússon
Ekkert hafi breyst eftir komu Ratcliffe - „Ruglingslegt og ósannfærandi“
Sir Jim Ratcliffe í stúkunni.
Sir Jim Ratcliffe í stúkunni.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Oliver Kay, íþróttafréttamaður The Athletic, segir að Sir Jim Ratcliffe hafi mistekist að koma skýrri sýn á fótboltamálin hjá Manchester United síðan hann eignaðist hlut í félaginu.

United er enn og aftur komið á upphafspunkt eftir að Rúben Amorim var látinn taka pokann sinn.

„Þegar Inoes og Jim Ratcliffe komu inn fyrir tveimur árum var talað um að bæta ákvarðanatökurnar sem höfðu verið ruglingslega og gallaðar. En frá mínum bæjardyrum séð hafa þær bara haldið áfram," segir Kay.

„Þetta hefur verið áframhald á því sama. Viðbrögðin hafa verið sein, ráðningar hafa verið gerðar án þess að þeir virðast vita hvað þeir eru að gera. Þetta hefur verið ruglingslegt og ósannfærandi."

Ummæli Amorim við fjölmiðla í gær vöktu mikla athygli en þar sendi hann stjórninni pillu og sagði að afskipti hennar af liðinu væru of mikil. Í morgun var svo tilkynnt að portúgalski stjórinn hefði verið rekinn.

Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa endað sögulega lágt á síðasta tímabili, eða í fimmtánda sæti. Í yfirlýsingu Manchester United er sagt að þetta sé rétti tímapunkturinn fyrir breytingar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner