Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 14:00
Elvar Geir Magnússon
Svona er fyrsta ótímabæra spáin - Blikar í þriðja sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina 2026 opinberuð.

Því er spáð að Víkingur verji Íslandsmeistaratitil sinn, Stjarnan endi í öðru sæti og Breiðablik í því þriðja.

KR-ingar komast upp í efri helminginn en ÍA er spáð sjöunda sæti. Nýliðar Þórs halda sér uppi samkvæmt spánni en ÍBV fer niður með Keflavík.

Fyrsta ótímabæra spáin 2026:
1 Víkingur
2 Stjarnan
3 Breiðablik
4 Valur
5 Fram
6 KR
7 ÍA
8 FH
9 KA
10 Þór
11 ÍBV
12 Keflavík
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
Athugasemdir
banner
banner