Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þessir eru taldir líklegastir hjá United
Glasner til Manchester?
Glasner til Manchester?
Mynd: EPA
Ruud aftur á Old Trafford?
Ruud aftur á Old Trafford?
Mynd: EPA
Ruben Amorim var látinn fara sem stjóri Manchester United í morgun eftir fjótán mánuði í starfi.

Ljóst er að Darren Fletcher, fyrrum leikmaður liðsins og þjálfari U18 liðsins, mun stýra liðinu gegn Burnley í næsta leik. Í grein The Athletic kom fram að líkur væru á því að næsti stjóri félagsins yrði jafnvel ekki ráðinn fyrr en seinna á árinu.

En hverjir eru líklegastir samkvæmt veðbönkum?

Það er mismunandi eftir veðbönkum en sumstaðar er nafn Fletcher efst á lista. Oliver Glasner (Crystal Palace) og Enzo Maresca sem hætti hjá Chelsea fyrir helgi eru líka ofarlega. Glasner verður samningslaus næsta sumar.

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er áfram orðaður við United og eins eru fyrrum leikmenn liðsins, Laurent Blanc og Michael Carrick, nokkuð ofarlega hjá veðbönkum. Enginn af þeim er í starfi í dag.

Kieran McKenna, stjóri Ispwich, kemur svo þar á eftir ásamt þeim Xavi Hernandez, fyrrum stjóra og leikmanni Barcelona, Julian Nagelsmann, þjálfara þýska landsiðsins, og Ruud van Nistelrooy. Van Nistelrooy, sem raðaði inn mörkum fyrir United á sínum tíma, stýrði liðinu til braðabirgða fyrir rúmu ári síðan áður en Amorim tók við.
Athugasemdir
banner
banner