Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham skoðar markaðinn eftir meiðsli Kudus
Kudus hefur skorað 3 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 26 leikjum með Tottenham.
Kudus hefur skorað 3 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 26 leikjum með Tottenham.
Mynd: Tottenham
Thomas Frank þjálfari Tottenham segir að félagið sé með augun opin á leikmannamarkaðinum eftir að Mohammed Kudus fór meiddur af velli í jafntefli liðsins gegn Sunderland í gær.

Kudus fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og kom Randal Kolo Muani inn af bekknum í hans stað. Þessi landsliðsmaður Gana meiddist aðeins tveimur dögum eftir söluna á kantmanninum Brennan Johnson til Crystal Palace.

„Við erum að skoða okkur um á leikmannamarkaðinum, félagið ætlar að skoða hvernig er mögulegt að styrkja leikmannahópinn og byrjunarliðið. Janúarglugginn er erfiður og við verðum að finna leikmann sem virkar bæði sem skammtíma- og langtímalausn," sagði Frank meðal annars eftir jafnteflið.

„Ég skil að tímasetningin er ekki sú besta eftir söluna (á Brennan Johnson). Ég styð fyllilega við allar ákvarðanir sem félagið hefur tekið, það er verið að fylgja ákveðnu skipulagi á bakvið tjöldin. Við erum að skoða heildarmyndina, ekki bara bestu skammtímalausnirnar."

Palace borgaði 35 milljónir punda til að kaupa Johnson, eftir að Tottenham hafði keypt hann fyrir tæpar 50 milljónir punda sumarið 2023. Hann átti þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Spurs þegar hann var seldur.

„Stundum byrjar fólk að skilja ákveðnar ákvarðanir með tímanum sem líður. Í þessu tilviki fékk félagið tækifæri til að selja leikmann, sem er eitthvað sem félagið hefur ekki verið nægilega duglegt við að gera í fortíðinni. Félagið þurfti að bregðast hratt við þegar tækifærið bauðst."
Athugasemdir
banner
banner