,,Þetta var annar leikur minn á ferlinum í hægri bakverði en það eru fimm ár síðan síðast. Þá spilaði ég í æfingaleik með Celtic á móti Basel, sagði Theodór Elmar Bjarnason við Fótbolta.net eftir 3-1 tap Íslans gegn Wales í dag.
Theodór Elmar byrjaði óvænt í hægri bakverði en hann er vanari því að spila á miðjunni.
,,Heimir (Hallgrímsson) hringdi í mig nokkrum vikum á undan og sagði mér að þeir væru að hugsa um að prófa mig þarna og ég tók því vel. Þetta er ný staða en þetta er ekki nýr leikur. Þetta er ennþá fótbolti og maður þarf að berjast og vera duglegur og þá kemur hitt að sjálfu sér."
,,Ég spila á miðjunni með mínu félagsliði (Randers) en ef þetta er það sem þeir vilja þá er ég fús til að spila þessa stöðu. Mér fannst ég standa mig ágætlega í dag og vonandi fæ ég fleiri sénsa."
Gareth Bale hélt sína eigin sýningu í kvöld en hann lagði upp tvö mörk og skoraði eitt ,,Ég var þakklátur fyrir að fá ekki hinn kantmanninn á móti mér. Allt sem skapaðist kom í gegnum hann og ég fékk aðeins auðveldari leik varnarlega en Ari (Skúlason) og var heppnari þannig séð."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir