Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   mið 05. mars 2014 22:47
Elvar Geir Magnússon
Theodór Elmar: Annað skipti á ferlinum í bakverði
Theodór Elmar í baráttu við Gareth Bale í leiknum í kvöld.
Theodór Elmar í baráttu við Gareth Bale í leiknum í kvöld.
Mynd:
,,Þetta var annar leikur minn á ferlinum í hægri bakverði en það eru fimm ár síðan síðast. Þá spilaði ég í æfingaleik með Celtic á móti Basel, sagði Theodór Elmar Bjarnason við Fótbolta.net eftir 3-1 tap Íslans gegn Wales í dag.

Theodór Elmar byrjaði óvænt í hægri bakverði en hann er vanari því að spila á miðjunni.

,,Heimir (Hallgrímsson) hringdi í mig nokkrum vikum á undan og sagði mér að þeir væru að hugsa um að prófa mig þarna og ég tók því vel. Þetta er ný staða en þetta er ekki nýr leikur. Þetta er ennþá fótbolti og maður þarf að berjast og vera duglegur og þá kemur hitt að sjálfu sér."

,,Ég spila á miðjunni með mínu félagsliði (Randers) en ef þetta er það sem þeir vilja þá er ég fús til að spila þessa stöðu. Mér fannst ég standa mig ágætlega í dag og vonandi fæ ég fleiri sénsa."

Gareth Bale hélt sína eigin sýningu í kvöld en hann lagði upp tvö mörk og skoraði eitt ,,Ég var þakklátur fyrir að fá ekki hinn kantmanninn á móti mér. Allt sem skapaðist kom í gegnum hann og ég fékk aðeins auðveldari leik varnarlega en Ari (Skúlason) og var heppnari þannig séð."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner