West Ham United hefur átt óformlegar viðræður við portúgalska þjálfarann Nuno Espirito Santo um stjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu en þetta segir Times.
Hamrarnir hafa farið illa af stað á tímabilinu og töpuðu lærisveinar Graham Potter fjórða deildarleiknum er Crystal Palace kom í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í gær.
Liðið er í 18. sæti deildarinnar með aðeins 3 stig og samkvæmt Times er þolinmæði West Ham að renna á þrotum.
West Ham er sagt hafa átt óformlegar viðræður við Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóra Nottingham Forest, Tottenham og Wolves, um starfið, en Gary O'Neil og Slaven Bilic eru einnig sagðir á óskalista Lundúnafélagsins.
Nuno var rekinn frá Forest á dögunum eftir óleysanlegan ágreining sinn við Evangelos Marinakis, forseta félagsins.
Mick Brown, fyrrum njósnara West Ham, ráðlagði félaginu nýlega að sækja Jose Mourinho, en hann er tekinn við Benfica og er því ekki lengur í myndinni.
Potter, sem tók við West Ham í janúar á þessu ári, hefur ekki gert neitt sérstaklega góða hluti síðan hann tók við keflinu og eru meiri líkur en minni á að hann verði rekinn ef liðinu tekst ekki að vinna Everton í næstu umferð.
Athugasemdir