Tveir leikir í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 13:00 í dag.
Bournemouth, sem hefur átti fantagóða byrjun á tímabilinu, tekur á móti Newcastle United á Vitality-leikvanginum.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, gerir svakalegar breytingar á liði sínu, en þær eru sjö talsins. Varnarmaðurinn Malick Thiaw byrjar í fyrsta sinn síðan hann kom frá AC Milan.
Sven Botman, Lewis Hall, Lewis Miley, Jacob Murphy, Joe Willock og Nick Woltemade, dýrasti leikmaður í sögu félagsins, koma einnig inn í liðið.
Andoni Iraola gerir á meðan tvær breytingar á liði Bournemouth, en franski varnarmaðurinn Bafode Diakite og vængbakvörðurinn Alex Jimenez koma inn í liðið.
Newcastle hefur sótt fimm stig í fyrstu fjórum leikjunum, en Bournemouth með þrjá sigra og á góðri siglingu.
Bournemouth: Petrovic; Jiménez, Diakité, Senesi, Truffert; Adams, Scott; Semenyo, Tavernier, Brooks; Evanilson
Newcastle: Pope; Livramento, Botman, Thiaw, Burn, Hall; Miley, Tonali; Willock, Woltemade, Murphy.
Nýliðar Sunderland taka á móti Aston Villa á leikvangi ljóssins. Byrjun Sunderland hefur komið mörgum á óvart, en liðið er með 7 stig á meðan Aston Villa er í næst neðsta sæti með aðeins 2 stig.
Chris Rigg byrjar fyrsta leik sinn með Sunderland á þessu tímabili og þá kemur Enzo Le Fée einnig inn. Simon Adingra er á bekknum, en Habib Diarra er ekki með vegna meiðsla.
Það eru tvær breytingar á hvort lið. Youri Tielemans er ekki með Villa-mönnum í dag. Evan Guessand og Boubacar Kamara koma inn, en Lamara Bogarde fer á bekkinn.
Sunderland: Roefs; Hume, Mukiele, Alderete, Reinildo; Talbi, Xhaka, Sadiki; Rigg, Isidor, Le Fée
Aston Villa: Martínez; Cash, Konsa, Mings, Digne; McGinn, Kamara; Guessand, Buendía, Rogers; Watkins.
Athugasemdir