
Landsliðsmarkvörðuriinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur átt frábært tímabil með Inter en hún var valin besti markvörður ítölsku deildarinnar.
Cecilía er á láni frá Bayern en hún hefur leikið 22 leiki í Serie A og haldið níu sinnum hreinu aðeins Sara Cetinja, markvörður Lazio, hefur haldið oftar hreinu eða tíu sinnum.
Aðeins ein umferð er eftir en Inter mun hafna í 2. sæti. Cecilía var ekki með í síðasta leik en það er óljóst hvað framhaldið verður hjá henni þegar lánssamningurinn rennur út eftir tímabilið.
Inter náði þeim áfanga að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu kvennaliðsins.
Cecilía fór til Inter á láni til að fá meiri spiltíma en hún þurfti að sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Bayern auk þess að hafa glímt við erfið meiðsli.
Helvíti stórt - Cecilía Rán besti markvörðurinn í Seria A á tímabilinu. Sú er að koma sterk tilbaka eftir meiðslin.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 5, 2025
Vel gert ???? https://t.co/Xv33bNgW49
Athugasemdir