fös 05. ágúst 2022 10:20
Elvar Geir Magnússon
Wijnaldum í læknisskoðun - Chelsea íhugar að gera hærra tilboð í Fofana
Powerade
Jose Mourinho er að fá Wijnaldum til Roma.
Jose Mourinho er að fá Wijnaldum til Roma.
Mynd: EPA
Chelsea reynir að fá Fofana.
Chelsea reynir að fá Fofana.
Mynd: Getty Images
Che Adams til nýliða Forest?
Che Adams til nýliða Forest?
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan föstudag. Enska úrvalsdeildin fer af stað í kvöld. Wijnaldum, Fofana, Aubameyang, Adams, Gibbs-White, Aouar, Udogie, De Jong, Cornet og fleiri í slúðurpakkanum.

Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum (31) er í læknisskoðun hjá Roma. Hann er á leið til félagsins á lánssamningi frá PSG. (Calciomercato)

Leicester hafnaði 60 milljóna punda tilboði frá Chelsea í franska varnarmanninn Wesley Fofana. (Mail)

Chelsea íhugar nú að bjóða 70 milljónir punda í Fofana. (Times)

Barcelona er tilbúið að losa Pierre-Emerick Aubameyang (33) til Chelsea. (Mirror)

Nottingham Forest hefur hafið viðræður við Southampton um skoska sóknarmanninn Che Adams (26). (Football Insider)

Forest hefur gert endurbætt tilboð í enska miðjumanninn Morgan Gibbs-White (22) hjá Wolves og verður hann dýrastur í sögu félagsins ef tilboðið verður samþykkt. (Guardian)

Forest er með alla anga úti á leikmannamarkaðnum og hefur blandað sér í baráttu við Leicester um franska miðjumanninn Houssem Aouar (24) hjá Lyon. (Foot Mercato)

Ítalski vinstri bakvörðurinn Destiny Udogie (19) hjá Udinese er að nálgast Tottenham sem mun þá borga 21 milljón punda fyrir hann. (Telegraph)

Manchester United ætlar að ganga út úr verðstríði við Chelsea um Frenkie de Jong (25), miðjumann Barcelona. (Mirror)

Maxwel Cornet (25), leikmaður Burnley, er á leið í læknisskoðun hjá West Ham eftir að Hamrarnir virkjuðu 17,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi vængmannsins. (Mail)

Everton vonast til að skáka West Ham í baráttu um belgíska miðjumanninn Amadou Onana (20) eftir að hafa gert 33 milljóna punda tilboð. (Times)

Úlfarnir eru tilbúnir að hleypa Conor Coady (29) frá félaginu í sumar en Everton hefur áhuga á enska miðverðinum. (Mail)

Lucas Torreira (26) hefur samþykkt að ganga í raðir Galatasaray sem mun borga Arsenal milli 5-6 milljónir punda fyrir úrúgvæska miðjumanninn. (Fabrizio Romano)

Juventus hefur áhuga á að kaupa hollenska sóknarleikmanninn Memphis Depay (28) frá Barcelona. (Sport)

Real Madrid vonast til þess að Nice lækki verðmiðann á franska sóknarmanninum Amine Gouiri (22). Madrídarliðið hefur áhuga á að kaupa hann en lána aftur til Nice út tímabilið. (Sport)

Crystal Palace hefur áhuga á miðjumanninum Ilaix Moriba (19) hjá RB Leipzig. Hann er landsliðsmaður Gíneu. (Foot Mercato)

Christophe Galtier, nýr stjóri Paris St-Germain, vonast eftir því að fá þrjá leikmenn til viðbótar eftir að portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches (24) kom frá Lille og varð fjórði leikmaðurinn sem PSG fær í sumar. (Sport)

Spænski vinstri bakvörðurinn Angelino (25) er nálægt því að ganga í raðir Hoffenheim á lánssamningi frá RB Leipzig. Brighton, Barcelona og Sevilla hafa einnig sýnt honum áhuga. (AS)

Bandaríska MLS-félagið Charlotte FC er að ganga frá kaupum á Nathan Byrne (30), bakverði enska C-deildarliðsins Derby County. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner