Patrick Pedersen, farmherji Vals, er orðinn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar en hann bætti met Tryggva Guðmundssonar í kvöld.
Hann jafnaði metið í síðustu viku þegar hann skoraði 131. mark sitt í efstu deild í 3-1 sigri gegn FH.
Hann jafnaði metið í síðustu viku þegar hann skoraði 131. mark sitt í efstu deild í 3-1 sigri gegn FH.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Valur
Hann fékk nokkur góð tækifæri í kvöld gegn ÍA á Skaganum áður en hann loksins braut ísinn eftir rúmlega stundafjórðung og skoraði 132. mark sitt í efstu deild.
„Virkilega vel gert hjá Jónatani Inga sem fer illa með Jonas Gemmer sem er að eiga erfiðan dag Rennur svo boltanum á Patrick sem afgreiðir hann framhjá Árna í markinu Hlynur á líka smá sök þarna en hann gleymir Patrick inni í teig," skrifaði Alexander Tonini í textalýsingunni hér á Fótbolti.net.
Patrick kom fyrst hingað til lands árið 2013 og hefur allan sinn feril hér á landi spilað á Hlíðarenda. Markið í kvöld var hans sextánda í sumar.
Tryggvi er fyrrum leikmaður ÍBV, KR, FH og Fylkis í efstu deild.
Besti leikmaður sem spilað hefur á Íslandi, nú endanlega staðfest. Patrick Pedersen. Takk, takk.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) August 5, 2025
Goal for Valur on 17 minutes
— Skagamenn UK ???????? (@SkagamennUK) August 5, 2025
Patrick Pedersen ??, he’s now the record goal scorer in Icelands top division
ÍA - Valur 0-1#skagamenn
Athugasemdir