
Ari Freyr Skúlason skipti um félag í Belgíu í sumar þegar hann gekk í raðir Oostende eftir erfitt tímabil með Lokeren þar sem liðið féll úr úrvalsdeildinni.
„Ég held að ég sé kominn með fleiri stig núna heldur en í fyrra," sagði Ari og hló. „Það er gott að vera í efstu deild og sleppa við þetta vesen sem var þarna."
Ari er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Moldavíu og Albaníu. Ísland er í harðri baráttu um sæti á EM eftir sigra á Albaníu og Moldavíu í júní.
„Vð ætlum að sýna gamla Ísland aftur. Við sýndum það í þessum leikjum (í júní). Góð vinnsla og góðir leikir og við gátum ekki beðið um meira."
Ari Freyr var í byrjunarliðinu í báðum leikjunum í júní þegar Ísland sigraði Albaníu og Tyrklandi. „Það er alltaf gaman að fá tækifæri. Manni langar að spila þessa leiki og geta hjálpað liðinu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir