Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 22:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Fyrrum United mennirnir tryggðu Napoli titilinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Napoli er ítalskur meistari eftir gríðarlega spennu í lokaumferðinni í kvöld.

Tveir leikir fóru fram í lokaumferðinni í kvöld en Napoli og Inter börðust um titilinn. Aðeins eitt stig skildi liðin að en Napoli var á toppnum.

Napoli fékk Cagliari í heimsókn og það voru Scott McTominay og Romelu Lukaku sem skoruðu mörk Napoli sem tryggði liðinu titilinn.

Þetta er fjórði titill Napoli í sögunni en liðið var síðast meistari árið 2023. Þetta er í fimmta sinn sem Antonio Conte verður ítalskur meistari sem stjóri, þrisvar með Juventus og einu sinni með Inter og nú Napoli.

Pepe Reina var í markinu hjá Como gegn Inter en þetta var síðasti leikurinn hans á ferlinum. Hann leggur hanskana á hilluna í sumar.

Það var stutt gaman hjá honum því hann var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks. Stefan de Vrij og Joaquin Correa skoruðu mörk Inter sem hafnar í 2. sæti deildarinnar.

Tímabilinu er hins vegar ekki lokið hjá Inter þar sem liðið mætir PSG í úrslitum Meistaradeildarinnar 31. maí.

Como 0 - 2 Inter
0-1 Stefan de Vrij ('20 )
0-2 Joaquin Correa ('51 )
Rautt spjald: Pepe Reina, Como ('45)

Napoli 2 - 0 Cagliari
1-0 Scott McTominay ('42 )
2-0 Romelu Lukaku ('51 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 38 24 10 4 59 27 +32 82
2 Inter 38 24 9 5 79 35 +44 81
3 Atalanta 37 22 8 7 76 34 +42 74
4 Juventus 37 17 16 4 55 33 +22 67
5 Roma 37 19 9 9 54 35 +19 66
6 Lazio 37 18 11 8 61 48 +13 65
7 Fiorentina 37 18 8 11 57 39 +18 62
8 Bologna 37 16 14 7 56 44 +12 62
9 Milan 37 17 9 11 59 43 +16 60
10 Como 38 13 10 15 49 52 -3 49
11 Torino 37 10 14 13 39 43 -4 44
12 Udinese 37 12 8 17 39 53 -14 44
13 Genoa 37 9 13 15 34 48 -14 40
14 Cagliari 38 9 9 20 40 56 -16 36
15 Verona 37 9 7 21 32 65 -33 34
16 Parma 37 6 15 16 41 56 -15 33
17 Empoli 37 6 13 18 32 57 -25 31
18 Lecce 37 7 10 20 26 58 -32 31
19 Venezia 37 5 14 18 30 53 -23 29
20 Monza 37 3 9 25 28 67 -39 18
Athugasemdir
banner
banner