Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
   fös 23. maí 2025 21:06
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framarar unnu sætan 1-0 sigur á Tindastól í Bestu deild kvenna í kvöld, en sigurmarkið kom á síðustu mínútu uppbótartímans. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram sagði tilfinnguna vera góða eftir leik.

„Frammistaðan var mjög góð í fyrri hálfleik, spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik, svo svona aðeins droppar levelið hjá okkur í seinni hálfleik. Tilfinningin er góð, skrítin, ég var búin að sætta mig við jafntefli. Mér fannst við vera algjörlega on top í fyrri hálfleik og mér fannst Stólaliðið vera hættulegar þegar leið á leikinn og einhvern veginn var ég bara búinn að sætta mig við stig og alls ekki slæmt að fá stig á móti góðu fótboltaliði eins og Tindastól þannig já ég var mjög ánægður að sjá boltann í netinu, en var einhvern veginn búinn að sætta mig við jafntefli."


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Tindastóll

Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir þær sakir að Óskar Smári var að mæta sínu uppeldisfélagi og litlu systur sinni, Bryndísi Rut fyrirliða Tindastóls.

„Það var erfitt. Ég er tilfinningavera og við grétum aðeins saman ég og systir mín áðan. Það var bara erfitt og ég vissi ekki að þetta yrði svona, ég átti von á að þetta yrði allt öðruvísi, að þetta yrði gaman og þetta var gaman í dag. En það var erfitt, ég ætla bara að vera heiðarlegur. Ekki bara litla systir mín, líka Donni þjálfari hinum megin þjálfaði mig þegar ég var leikmaður, hann og pabbi hans eiga mjög mikið í mér sem leikmanni þegar ég var að spila sjálfur. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að þetta hafi ekki verið eins og ég hefði viljað sjá það vera. Því þetta var mjög skrítið og dagurinn í dag er búinn að vera sérstakur. Ég er mikil tilfinningavera og það voru miklar tilfinningar í þessu og já þetta var sérstakt," sagði Óskar Smári.

Nánar er rætt við Óskar Smára í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir