
„Mér líður bara vel, þetta voru bara frábær þrjú stig sem var planið, bara ógeðslega gaman", sagði Sandra Sigurðardóttir eftir sigur FH kvenna gegn Breiðabliki í Kaplakrikanum í kvöld.
„Viltu heiðarlegt svar?", sagði Sandra þegar hún var spurð hvort hún hefði fylgst með FH í sumar.
„Ekkert eitthvað af ráði, ég er mjög lítið búin að horfa, en gott lið sem ég er að koma inn í".
„Viltu heiðarlegt svar?", sagði Sandra þegar hún var spurð hvort hún hefði fylgst með FH í sumar.
„Ekkert eitthvað af ráði, ég er mjög lítið búin að horfa, en gott lið sem ég er að koma inn í".
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Breiðablik
Sandra dró fram markmannshandskanna eftir tveggja ára hlé og svaraði neyðarkalli FH þegar Aldís Guðlaugsdóttir lenti í því óláni að slíta krossband í síðasta leik.
Guðni og Hlynur hafa ekki verið að tefla fram neinum varamarkvörði í sumar og því verður að teljast góður happafengur að Sandra samþykkti að stíga upp og fylla þetta risastóra skarð sem Aldís skilur eftir sig.
„Heldur betur og bara pressa að halda standard, því hún er frábær markmaður og ótrúlega ömurlegt að hún skuli lenda í þessu, þetta fylgir víst þessum íþróttum stundum"
Athugasemdir