Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fös 23. maí 2025 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Lengjudeildin
Kári Sigfússon
Kári Sigfússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara frábært. Í síðustu leikjum erum við búnir að ná virkilega vel saman alveg frá því við spiluðum fyrsta bikarleikinn gegn Þrótti Vogum. Við höfum verið að spila virkilega vel og þótt Frans (Elvarsson) sé frá þá kemur bara Ernir (Bjarnason) inn og við erum bara ótrúlega gott lið.“ Hafði Kári Sigfússon leikmaður Keflavíkur að segja eftir 6-0 sigur liðsins á Leikni er liðin mættust í Lengjudeildinni í Keflavík fyrr í kvöld.

Kári gerði sér lítið fyrir og gerði þrennu í leik kvöldsins. Tvö þeirra eftir að hafa leikið inn á völlinn frá vængnum og skorað með góðu skoti í fjærhornið. Nokkuð sem Arjen Robben gerði að listgrein á ferli sínum.

„Ég er búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki. Maður var úti á velli endalaust að negla á markið og sóla einhverjar keilur og loksins er það að koma í ljós að það svínvirkar.“

Ernir Bjarnason er sjaldséður á listum yfir markaskorara en miðjumaðurinn sterki hefur fundið netið níu sinnum á ferlinum til þessa. Í dag skoraði hann með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig en á hann þetta til á æfingum?

„Þetta er fyrsta markið sem ég hef séð hann skora. Sérstaklega með vinstri líka, en það er geggjað að sjá hann skora og hann var drullu sáttur. Svo fagnaði hann þessu ekki sem er gaman að sjá. Greinilegt að það eru miklar tilfinningar til Leiknis.“

Sagði Kári en allt viðtalið má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir