Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
   fös 23. maí 2025 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Lengjudeildin
Kári Sigfússon
Kári Sigfússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara frábært. Í síðustu leikjum erum við búnir að ná virkilega vel saman alveg frá því við spiluðum fyrsta bikarleikinn gegn Þrótti Vogum. Við höfum verið að spila virkilega vel og þótt Frans (Elvarsson) sé frá þá kemur bara Ernir (Bjarnason) inn og við erum bara ótrúlega gott lið.“ Hafði Kári Sigfússon leikmaður Keflavíkur að segja eftir 6-0 sigur liðsins á Leikni er liðin mættust í Lengjudeildinni í Keflavík fyrr í kvöld.

Kári gerði sér lítið fyrir og gerði þrennu í leik kvöldsins. Tvö þeirra eftir að hafa leikið inn á völlinn frá vængnum og skorað með góðu skoti í fjærhornið. Nokkuð sem Arjen Robben gerði að listgrein á ferli sínum.

„Ég er búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki. Maður var úti á velli endalaust að negla á markið og sóla einhverjar keilur og loksins er það að koma í ljós að það svínvirkar.“

Ernir Bjarnason er sjaldséður á listum yfir markaskorara en miðjumaðurinn sterki hefur fundið netið níu sinnum á ferlinum til þessa. Í dag skoraði hann með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig en á hann þetta til á æfingum?

„Þetta er fyrsta markið sem ég hef séð hann skora. Sérstaklega með vinstri líka, en það er geggjað að sjá hann skora og hann var drullu sáttur. Svo fagnaði hann þessu ekki sem er gaman að sjá. Greinilegt að það eru miklar tilfinningar til Leiknis.“

Sagði Kári en allt viðtalið má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir