Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fös 23. maí 2025 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis var skiljanlega nokkuð niðurlútur er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net í kvöld að loknum leik Keflavíkur og Leiknis. Leiknir mátti þar þola stórtap 6-0 og sporin fyrir Ólaf því nokkuð þung.

„Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag. Það er bara sannleikurinn og það sást á vellinum. Heildar hugmyndin hjá þeim er bara komin miklu lengra heldur en hjá okkur og þeir áttu sigurinn skilið.“

Þótt úrslitin 6-0 líti afar illa út fyrir Leikni áttu þeir þó sína kafla í leiknum. Í stöðunni 2-0 slakaði lið Keflavíkur vel á klónni og gestunum óx ásmeginn. Var Ólafur ósáttur við að liðið skyldi ekki nýta þann kafla betur?

„Ég er aðallega ósáttur við það að við þurftum að fá á okkur tvö mörk til þess að byrja að gera það sem okkur langaði að gera í leiknum. Við erum alltof lengi inn í einhverri skel í byrjun leikja og á meðan við erum að því að fá á okkur mörk í byrjun leikja þá er erfitt að vinna fótboltaleiki. Hvað þá á móti liði eins og Keflavík.“

Leiknismenn eru ekki ókunnir því að tapa stórt í Keflavík en á síðasta tímabili gerðu þeir slíkt hið sama sem leiddi af sér afsögn þáverandi þjálfara liðsins. Engan bilbug var þó að finna á Ólafi.

„Við þurfum algjöra naflaskoðun. Þetta verður bara að vera botninn og við verðum bara að spyrna okkur upp það er bara þannig.“

Sagði Ólafur en allt viðtalið má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner