
„Ánægður með að hafa fengið stig. Við höfum spilað svo vel í síðustu fjórum deildarleikjum, verið góðar og fengið helling af færum en ekki stig, þannig að ég segi ekki nei við stigi,“ sagði John Andrews eftir jafntefli við Val í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Víkingur R.
Víkingur hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og hefur verið bras fyrir Víkingskonur að næla sér í stig. „Þetta er vonbrigðs byrjun stigalega séð en ég get ekki verið reiður út í leikmennina fyrir frammistöður og færasköpun. Þetta er gott stig.“
„Ég verð að þakka, ekki bara leikmönnunum heldur líka stjórninni og fólkinu í stúkunni, það hefur ekki verið nein neikvæð orka inn í klúbbnum síðustu fimm ár. Við töpum fjórum í, engin neikvæðni, allir voru í sama liði og allir vissu að við myndum koma hingað og gera okkar besta, eins og við gerum alltaf.“
Valur fékk vítaspyrnu í blálok leiksins en Sigurborg Katla, markvörður Víkings varði vítaspyrnuna. „Ég er hæstánægður. Ég og dómarinn áttum gott spjall eftir leikinn að því að mér fannst þetta ekki vera víti en honum fannst það þannig að við ákváðum að vera sammála um að vera ósammála. Réttlæti. Katla er búin að eiga stórkostleg ár í meistaraflokki og að kóróna þau svona með þessari vörslu. “
Víkingur mætir FH í næstu umferð. „Við höfum ekki skoðað liðið síðan í æfingarleik gegn þeim í apríl. Við höfum núna tvær vikur til þess að undirbúa okkur og vonandi fáum við leikmenn til baka. “
Viðtalið við John Andrews má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.