Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fös 23. maí 2025 21:07
Halldór Gauti Tryggvason
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Kvenaboltinn
John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður með að hafa fengið stig. Við höfum spilað svo vel í síðustu fjórum deildarleikjum, verið góðar og fengið helling af færum en ekki stig, þannig að ég segi ekki nei við stigi,“ sagði John Andrews eftir jafntefli við Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

Víkingur hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og hefur verið bras fyrir Víkingskonur að næla sér í stig. „Þetta er vonbrigðs byrjun stigalega séð en ég get ekki verið reiður út í leikmennina fyrir frammistöður og færasköpun. Þetta er gott stig.“ 

„Ég verð að þakka, ekki bara leikmönnunum heldur líka stjórninni og fólkinu í stúkunni, það hefur ekki verið nein neikvæð orka inn í klúbbnum síðustu fimm ár. Við töpum fjórum í, engin neikvæðni, allir voru í sama liði og allir vissu að við myndum koma hingað og gera okkar besta, eins og við gerum alltaf.“

Valur fékk vítaspyrnu í blálok leiksins en Sigurborg Katla, markvörður Víkings varði vítaspyrnuna. „Ég er hæstánægður. Ég og dómarinn áttum gott spjall eftir leikinn að því að mér fannst þetta ekki vera víti en honum fannst það þannig að við ákváðum að vera sammála um að vera ósammála. Réttlæti. Katla er búin að eiga stórkostleg ár í meistaraflokki og að kóróna þau svona með þessari vörslu. “

Víkingur mætir FH í næstu umferð. „Við höfum ekki skoðað liðið síðan í æfingarleik gegn þeim í apríl. Við höfum núna tvær vikur til þess að undirbúa okkur og vonandi fáum við leikmenn til baka. “

Viðtalið við John Andrews má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner