Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
   fös 23. maí 2025 21:07
Halldór Gauti Tryggvason
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Kvenaboltinn
John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður með að hafa fengið stig. Við höfum spilað svo vel í síðustu fjórum deildarleikjum, verið góðar og fengið helling af færum en ekki stig, þannig að ég segi ekki nei við stigi,“ sagði John Andrews eftir jafntefli við Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

Víkingur hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og hefur verið bras fyrir Víkingskonur að næla sér í stig. „Þetta er vonbrigðs byrjun stigalega séð en ég get ekki verið reiður út í leikmennina fyrir frammistöður og færasköpun. Þetta er gott stig.“ 

„Ég verð að þakka, ekki bara leikmönnunum heldur líka stjórninni og fólkinu í stúkunni, það hefur ekki verið nein neikvæð orka inn í klúbbnum síðustu fimm ár. Við töpum fjórum í, engin neikvæðni, allir voru í sama liði og allir vissu að við myndum koma hingað og gera okkar besta, eins og við gerum alltaf.“

Valur fékk vítaspyrnu í blálok leiksins en Sigurborg Katla, markvörður Víkings varði vítaspyrnuna. „Ég er hæstánægður. Ég og dómarinn áttum gott spjall eftir leikinn að því að mér fannst þetta ekki vera víti en honum fannst það þannig að við ákváðum að vera sammála um að vera ósammála. Réttlæti. Katla er búin að eiga stórkostleg ár í meistaraflokki og að kóróna þau svona með þessari vörslu. “

Víkingur mætir FH í næstu umferð. „Við höfum ekki skoðað liðið síðan í æfingarleik gegn þeim í apríl. Við höfum núna tvær vikur til þess að undirbúa okkur og vonandi fáum við leikmenn til baka. “

Viðtalið við John Andrews má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner