Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Frábær skemmtun í sigri Fram gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 2 - 3 Fram
0-1 Jakob Byström ('17 )
1-1 Aron Sigurðarson ('20 )
1-2 Jakob Byström ('23 )
1-3 Vuk Oskar Dimitrijevic ('25 )
2-3 Aron Sigurðarson ('69 )
Lestu um leikinn

Að venju var mikið fjör í leik hjá KR en liðið fékk Fram í heimsókn.

Jakob Byström kom Fram yfir eftir vandræðagang í vörn KR. Aron Sigurðarson jafnaði metin stuttu síðar með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Jakob Byström bætti öðru marki sínu og öðru marki Fram við með skalla áður en Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði þriðja mark liðsins en Simon Tibbling lagði upp bæði mörkin.

Öll fjögur mörkin komu á aðeins átta mínútna kafla.

KR-ingar settu mikla pressu á Fram í seinni hálfleik og það skilaði sér eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Aron skoraði með laglegu skoti fyrir utan teiginn.

KR spilaði manni færri síðustu mínúturnar þegar Finnur Tómas Pálmason fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að hrinda Guðmundi Magnússyni.

Jóhannes Kristinn Bjarnason átti laglegt skot í uppbótatíma en Viktor Freyr Sgurðsson varði frábærlega frá honum. Aron var nálægt því að skora aftur beint úr aukaspyrnu undir lokin en skot hans small í stönginni.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 7 5 1 1 13 - 9 +4 16
2.    Víkingur R. 7 4 2 1 15 - 7 +8 14
3.    Vestri 7 4 1 2 8 - 3 +5 13
4.    Fram 8 4 0 4 14 - 13 +1 12
5.    KR 8 2 4 2 24 - 18 +6 10
6.    Stjarnan 7 3 1 3 11 - 12 -1 10
7.    Afturelding 7 3 1 3 8 - 10 -2 10
8.    Valur 7 2 3 2 15 - 12 +3 9
9.    ÍBV 7 2 2 3 7 - 11 -4 8
10.    FH 7 2 1 4 12 - 12 0 7
11.    ÍA 7 2 0 5 7 - 18 -11 6
12.    KA 7 1 2 4 6 - 15 -9 5
Athugasemdir
banner