Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   fim 05. október 2017 22:14
Orri Rafn Sigurðarson
Ólafur Þór: Við klárum þetta úti
Ólafur á hliðarlínunni
Ólafur á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Rossiyanka áttust við í 32-liða úrslitum meistaradeildarevrópu kvenna í kvöld en leikurinn endaði 1-1. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði mark Stjörnunar í fyrri hálfleik úr víti og ljóst er að verkefni verður erfitt út í Rússlandi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Rossiyanka

„Mjög svekktur ekki bara þetta hafi dottið í jafntefli heldur að við höfum ekki klárað fleiri mörg, við sköpuðum töluvert og ég hefði viljað sjá betri endahnút í á mörgum sóknum hjá okkur "
Sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunar eftir leik

„Ég held það hafi slegið okkur útaf laginu þetta mark, þetta var klauflegt aukaspyrnan lengst utan af velli sem átti ekki að vera nein hætta en svo tókum við þetta yfir aftur og vorum með boltann restina af leiknum, mér fannst við leysa vörnina þokkalega og fengum fín færi en við tökum það með út og klárum þetta þar"
Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum en fengu á sig klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks

„Íslendingar hefðu kannski notað annan hátt til að tefja haldið boltanum og ýtt frá sér og ekki legið í jörðinni þetta er nátturlega pirrandi en maður verður bara halda haus"
Rússarnir voru með almenn leiðindi í lok leiks töfðu og reyndu að pirra leikmenn Stjörnunar

„Klárlega, það hefði verið alveg sama hvort það hefði farið 1-0 hérna eða jafntefli við hefðum alltaf farið út til að sækja markið og við ætlum að gera það úti"
Stjarnan mun sækja til sigurs í Rússlandi

„Við vorum búinn að sjá einn leik með þeim á móti toppliði og stóðu sig vel, þær fengu fleiri færi í þeim leik."

„Við reiknuðum með að þær myndu spila þannig á útivelli sem og þær gerðu en videoið er allt öðruvisi en að sjá fólk live mér fannst við spila vel stelpurnar stóðu sig vel í dag við hefðum getað skorað 3-4 mörk"
Sagði Ólafur um Rossiyana liðið

Ljóst er að Stjarnan á erfitt verkefni fyrir höndum en með sömu spilamennsku og í dag munu þær klára þetta Rússneska lið




Athugasemdir
banner
banner
banner