Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 15. maí 2025 00:46
Hilmar Jökull Stefánsson
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Jökli finnst að Kári geti alveg spilað deild ofar miðað við frammistöðuna í kvöld
Jökull var ánægður með sína menn í dag og seigluna í liðinu að klára leikinn.
Jökull var ánægður með sína menn í dag og seigluna í liðinu að klára leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan mætti Kára í Akraneshöllinni í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir 90 mínútur og staðan var ennþá jöfn, 2-2, að framlengingu lokinni.

Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Bestu-deildar lið Stjörnunnar hafði betur gegn nýliðunum í 2. deild, þar sem Árni Snær Ólafsson varði tvær af þremur spyrnum Káramanna á meðan að Garðbæingar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og Stjarnan því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á föstudaginn næstkomandi.

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, að leik loknum, en Jökull var að vonum ánægður með að komast áfram í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

Hvernig fannst Jökli leikurinn spilast?

„Mér fannst þetta bara frábær leikur, skemmtilegur leikur. Við vissum alveg að þetta yrði erfitt. Virkilega gott lið, við skoðuðum þá vel og sérstaklega leikinn á móti Fylki. Það var langbesti leikurinn þeirra. Þetta er vel spilandi lið, hugrakkt og djarft lið og mikið power í þeim. Við vissum alveg að myndum lenda í einhverjum vandræðum en var að vona að myndum ekki fara í framlengingu.“

Stjarnan komst ítrekað í góðar stöður og góð færi í leiknum en náðu ekki að gera sér mat úr því. Hvað olli því?

„Mér fannst við nú komast í meira en bara stöður, við eigum hérna sittera fyrir framan markið og það er alls konar sem veldur. Þeir ná að krafsa og henda sér fyrir það og í einhverjum tilfellum gerum við ekki nógu vel til að klára það. Það er bara eins og gengur, ég var allan tímann að hugsa og sagði við strákana, njótum þess að vera í geggjuðum leik. Líka í framlengingu og inn í vító.“

Káramenn spiluðu mjög vel í dag, pressuðu Stjörnuna stýft, sérstaklega fyrstu mínúturnar í leiknum. Var eitthvað í leik Kára sem kom Jökli á óvart?

„Nei ekki neitt, þeir eru vel spilandi, hreyfanlegir, með vel spilandi markmann og þeir geta spilað sig í gegnum nokkuð góðar pressur, þannig nei það var ekkert sem kom á óvart. Ég átti aldrei von á stórum sigri hérna í dag, fjarri því.“

Einnig var rætt um pressu Kára, á hvaða getustigi Kári gæti spilað  og frammistöðu Árna Snæs í marki Stjörnunnar, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner