Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   fim 15. maí 2025 00:46
Hilmar Jökull Stefánsson
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Jökli finnst að Kári geti alveg spilað deild ofar miðað við frammistöðuna í kvöld
Jökull var ánægður með sína menn í dag og seigluna í liðinu að klára leikinn.
Jökull var ánægður með sína menn í dag og seigluna í liðinu að klára leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan mætti Kára í Akraneshöllinni í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir 90 mínútur og staðan var ennþá jöfn, 2-2, að framlengingu lokinni.

Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Bestu-deildar lið Stjörnunnar hafði betur gegn nýliðunum í 2. deild, þar sem Árni Snær Ólafsson varði tvær af þremur spyrnum Káramanna á meðan að Garðbæingar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og Stjarnan því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á föstudaginn næstkomandi.

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, að leik loknum, en Jökull var að vonum ánægður með að komast áfram í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

Hvernig fannst Jökli leikurinn spilast?

„Mér fannst þetta bara frábær leikur, skemmtilegur leikur. Við vissum alveg að þetta yrði erfitt. Virkilega gott lið, við skoðuðum þá vel og sérstaklega leikinn á móti Fylki. Það var langbesti leikurinn þeirra. Þetta er vel spilandi lið, hugrakkt og djarft lið og mikið power í þeim. Við vissum alveg að myndum lenda í einhverjum vandræðum en var að vona að myndum ekki fara í framlengingu.“

Stjarnan komst ítrekað í góðar stöður og góð færi í leiknum en náðu ekki að gera sér mat úr því. Hvað olli því?

„Mér fannst við nú komast í meira en bara stöður, við eigum hérna sittera fyrir framan markið og það er alls konar sem veldur. Þeir ná að krafsa og henda sér fyrir það og í einhverjum tilfellum gerum við ekki nógu vel til að klára það. Það er bara eins og gengur, ég var allan tímann að hugsa og sagði við strákana, njótum þess að vera í geggjuðum leik. Líka í framlengingu og inn í vító.“

Káramenn spiluðu mjög vel í dag, pressuðu Stjörnuna stýft, sérstaklega fyrstu mínúturnar í leiknum. Var eitthvað í leik Kára sem kom Jökli á óvart?

„Nei ekki neitt, þeir eru vel spilandi, hreyfanlegir, með vel spilandi markmann og þeir geta spilað sig í gegnum nokkuð góðar pressur, þannig nei það var ekkert sem kom á óvart. Ég átti aldrei von á stórum sigri hérna í dag, fjarri því.“

Einnig var rætt um pressu Kára, á hvaða getustigi Kári gæti spilað  og frammistöðu Árna Snæs í marki Stjörnunnar, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner