Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 05. október 2020 08:27
Magnús Már Einarsson
Fyrirliði Rúmena ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Vlad Chiriches
Vlad Chiriches
Mynd: Getty Images
Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður ekki með gegn Íslandi í stórleiknum í umspili um EM á Laugardalsvelli næstkomandi fimmtudag.

Chiriches meiddist í leik með Sassuolo gegn Crotone í Serie A um helgina en hann fór af velli á 34. mínútu. Meiðslin eru ekki alvarleg en halda Chiriches þó frá keppni í leiknum gegn Íslandi.

Þetta er mikið áfall fyrir Rúmeníu en Chiriches er í lykilhlutverki í vörn liðsins.

Chiriches gekk til liðs við Sassuolo í ár eftir að hafa áður spilað lengi með Tottenham og Napoli.

Annar miðvörður, Ionut Nedelcearu, er einnig búinn að draga sig úr hópnum en þeir Mihai Balasa (Craiova) og Cristian Manea (CFR Cluj) koma í þeirra stað.
Athugasemdir
banner