Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mán 05. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Langt frá okkar besta og okkur var refsað
Það var aðeins eitt lið á vellinum er West Ham United heimsótti Leicester og tók öll stigin.

Hamrarnir unnu 0-3 og áttu heimamenn í Leicester ekki eina marktilraun sem hæfði rammann.

„Þetta er bara einn af þessum dögum. Við vorum langt frá því að vera góðir og gerðum West Ham alltof auðvelt fyrir. Við vorum lélegir bæði í vörn og í sókn og þetta er svekkjandi því við hefðum getað farið inn í landsleikjahlé með fullt hús stiga," sagði Rodgers.

„Þetta er önnur lexía fyrir okkur. Við verðum alltaf að vera uppá okkar besta til að vinna. West Ham átti skilið að vinna þennan leik, þeir voru góðir en við vorum langt frá okkar besta og okkur var refsað."

Leicester er með níu stig eftir fjórar umferðir. West Ham er með sex stig eftir tvo sigra í röð. David Moyes hefur ekki verið á hliðarlínunni þar sem hann er í sóttkví.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner