Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Stórleikir víða um Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld þar sem níu leikir eru á dagskrá.

Veislan hefst klukkan 17:45 þegar PSV Eindhoven fær Girona í heimsókn á sama tíma og Slovan Bratislava mætir Dinamo Zagreb.

Það eru svo sjö kvöldleikir á dagskrá og má finna gríðarlega spennandi slagi þar á meðal. Það eru áhugaverðir stórleikir á dagskrá víðsvegar um Evrópu, þar sem Portúgalsmeistarar Sporting CP mæta Englandsmeisturum Manchester City í áhugaverðum slag.

Liverpool tekur á sama tíma á móti Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen, þar sem Xabi Alonso mætir í fyrsta sinn á Anfield sem þjálfari.

Ríkjandi meistarar Real Madrid fá þá AC Milan í heimsókn í áhugaverðum slag, þar sem Carlo Ancelotti mætir sínum fyrrum félagsliði en hann er frægur fyrir að hafa afrekað magnaða hluti bæði sem leikmaður og þjálfari hjá Milan.

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille taka á móti ítalska stórveldinu Juventus, en Hákon er fjarverandi vegna meiðsla. Heimamenn í Lille eru án margra leikmanna vegna meiðslavadnræða og má þar nefna Thomas Meunier, Nabil Bentaleb, Remy Cabella, Ethan Mbappé og Samuel Umtiti meðal annars.

Bologna, Celtic og Borussia Dortmund eiga að lokum skemmtilega heimaleiki gegn Mónakó, RB Leipzig og Sturm Graz.

Aston Villa og Liverpool tróna á toppinum eftir þrjár umferðir í deildarkeppninni og sitja þar með fullt hús stiga. Manchester City, Sporting, Leverkusen og Mónakó eru meðal félaga sem deila þriðja sætinu með 7 stig.

Leikir kvöldsins:
17:45 PSV - Girona
17:45 Slovan - Dinamo Zagreb
20:00 Bologna - Mónakó
20:00 Dortmund - Sturm
20:00 Celtic - RB Leipzig
20:00 Lille - Juventus
20:00 Liverpool - Leverkusen
20:00 Sporting - Man City
20:00 Real Madrid - Milan
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 10 1 +9 12
2 Sporting 4 3 1 0 9 2 +7 10
3 Mónakó 4 3 1 0 10 4 +6 10
4 Brest 4 3 1 0 9 3 +6 10
5 Inter 4 3 1 0 6 0 +6 10
6 Barcelona 4 3 0 1 15 5 +10 9
7 Dortmund 4 3 0 1 13 6 +7 9
8 Aston Villa 4 3 0 1 6 1 +5 9
9 Atalanta 4 2 2 0 5 0 +5 8
10 Man City 4 2 1 1 10 4 +6 7
11 Juventus 4 2 1 1 7 5 +2 7
12 Arsenal 4 2 1 1 3 1 +2 7
13 Leverkusen 4 2 1 1 6 5 +1 7
14 Lille 4 2 1 1 5 4 +1 7
15 Celtic 4 2 1 1 9 9 0 7
16 Dinamo Zagreb 4 2 1 1 10 12 -2 7
17 Bayern 4 2 0 2 11 7 +4 6
18 Real Madrid 4 2 0 2 9 7 +2 6
19 Benfica 4 2 0 2 7 5 +2 6
20 Milan 4 2 0 2 7 6 +1 6
21 Feyenoord 4 2 0 2 7 10 -3 6
22 Club Brugge 4 2 0 2 3 6 -3 6
23 Atletico Madrid 4 2 0 2 5 9 -4 6
24 PSV 4 1 2 1 7 5 +2 5
25 PSG 4 1 1 2 3 5 -2 4
26 Sparta Prag 4 1 1 2 5 8 -3 4
27 Stuttgart 4 1 1 2 3 6 -3 4
28 Shakhtar D 4 1 1 2 2 5 -3 4
29 Girona 4 1 0 3 4 8 -4 3
30 Salzburg 4 1 0 3 3 10 -7 3
31 Bologna 4 0 1 3 0 5 -5 1
32 RB Leipzig 4 0 0 4 4 9 -5 0
33 Sturm 4 0 0 4 1 6 -5 0
34 Young Boys 4 0 0 4 1 11 -10 0
35 Rauða stjarnan 4 0 0 4 4 16 -12 0
36 Slovan 4 0 0 4 2 15 -13 0
Athugasemdir
banner
banner