Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 05. desember 2019 09:50
Elvar Geir Magnússon
Southgate næsti stjóri Man Utd?
Powerade
Sancho, Southgate, Pogba, Sterling, Simeone og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United gæti leitað til Gareth Southgate ef félagið ákveður að reka Ole Gunnar Solskjær í lok tímabilsins. Southgate er nú þjálfari enska landsliðsins. (Sun)

Mike Phelan aðstoðarstjóri Manchester United segir að félagið vilji enn kaupa ofurstjörnur. (Evening Standar)

Chelsea vill slá félagsmet í kaupupphæð með því að krækja í Jadon Sancho (19), sóknarleikmann Borussia Dortmund og Englands. (Goal)

Sancho gekk í raðir Dortmund frá Manchester City en hefur engan áhuga á að yfirgefa þýska félagið í janúarglugganum. (Bild)

Chelsea mun komast að því í dag hvort kaupbanninu verði aflétt og félagið fái að kaupa í janúar. (Telegraph)

Patrick Vieira, stjóri Nice og fyrrum fyrirliði Arsenal, er nú talinn líklegastur sem næsti stjóri Arsenal. (Nice-Matin)

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, vill enn fá Paul Pogba (26) frá Manchester United. (Marca)

Manchester United gæti boðið Tottenham að fá Nemanja Matic (31) sem hluta af kauptilboði í danska sóknarmiðjumanninn Christian Eriksen (27). (The Athletic)

Manchester City er bjartsýnt á að Raheem Sterling (24) skrifi undir nýjan samning sem geri hann að launahæsta leikmanni félagsins frá upphafi. (Metro)

Liverpool og Arsenal hafa blandað sér í baráttu við Barcelona um þýska sóknarmanninn Karim Adeyemi (17) sem er á láni hjá austurríska B-deildarliðinu Liefering frá RB Salzburg. (Sport)

West Ham er að vinna Wolves í baráttu um að fá miðjumanninn Franck Kessie (22) frá AC Milan. (Milan Liver)

Tottenham er að undirbúa 25 milljóna punda tilboð í miðvörðinn Ben Godfrey (21) hjá Norwich. (Football Insider)

Atletico Madrid hefur náð samkomulagi um 25,4 milljóna punda kaupverð á miðjumanninum Bruno Guimaraes (21) frá Athletico Paranaense í Brasilíu. (UOL)

Tottenham getur keypt Giovani Lo Celso (23) í janúar á 27,3 milljónir punda. Argentínumaðurinn er hjá Spurs á láni frá Real Betis. (ABC de Sevilla)

Leeds United ætlar að reyna að fá Dwight Gayle (29), sóknarmann Newcastle, í janúarglugganum. (Football Insider)

Leeds og Swansea, sem bæði eru í Championship-deildinni, hafa áhuga á að fá Rhian Brewster (19) lánaðan frá Liverpool í janúar. (Times)

Diego Simeone stjóri Atletico Madrid er nálægt því að yfirgefa spænska félagið. (Marca)

Everton býr sig undir að bjóða franska vinstri bakverðinum Lucas Digne (26) nýjan samning. (Mail)
Athugasemdir