Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 05. desember 2020 21:38
Victor Pálsson
Ítalía: Andri Fannar ónotaður í tapi gegn Inter
Mynd: Getty Images
Inter Milan 3 - 1 Bologna
1-0 Romelu Lukaku('16)
2-0 Achraf Hakimi('45)
2-1 Emanuel Vignato('67)
3-1 Achraf Hakimi('70)

Inter Milan lyfti sér í kvöld upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og er nú við hlið AC Milan sem situr á toppnum.

Inter fékk Bologna í heimsókn á San Siro en Andri Fannar Baldursson er á mála hjá því síðarnefnda.

Achraf Hakimi reyndist hetja heimaliðsins í leik kvöldsins en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri. Romelu Lukaku komst einnig á blað.

Andri Fannar var í leikmannahóp Bologna í leiknum en hann kom þó ekki við sögu og sat á bekknum.

Inter er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig og er tveimur stigum á eftir AC Milan sem á leik til góða.

Athugasemdir
banner
banner
banner