Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 05. desember 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman ósáttur með ummæli forsetans um Messi
Carlos Tusquets er bráðabirgðaforseti Barcelona þar til næstu forsetakosningar fara fram í febrúar en hann tekur við af Josep Maria Bartomeu sem sagði af sér eftir mikla og langvarandi gagnrýni.

Tusquets lét út úr sér ummæli á dögunum þar sem hann gagnrýndi Bartomeu fyrir að halda Lionel Messi hjá Barca í sumar. Hann telur besta kostinn í stöðunni hafa verið að selja Messi þar sem það hefði lagað efnahagsvandamál félagsins.

Ronald Koeman, þjálfari Börsunga, er ekki sáttur með þessi ummæli forsetans. Hann telur

„Mér er sama hvað fólk utan félagsins segir en svona ummæli frá fólki innan félagsins hjálpa ekki. Þau skapa óróleika," sagði Koeman.

„Ég virði að Tusquets hefur sínar persónulegu skoðanir en Leo á ennþá hálft ár eftir af samningnum og það er hann sjálfur sem á að taka ákvörðun um hvort hann verði áfram eða skipti um félag."

Sjá einnig:
Bráðabirgðaforseti Barcelona: Ég hefði selt Messi
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
16 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir