Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   mán 05. desember 2022 16:18
Elvar Geir Magnússon
Perisic jafnaði með hörkuflottum skalla
„Mikið svakalega var þetta fastur skalli hjá Ivan Perisic, af löngu færi stangar hann boltann í markið," sagði Gunnar Birgisson lýsandi RÚV þegar Perisic jafnaði í 1-1 gegn Japan.

Liðin eru að berjast um að komast í 8-liða úrslitin á HM en leikið verður til þrautar. Ef leikar enda svona verður haldið í framlengingu.

Það var lítið að frétta hjá Króötum sóknarlega í fyrri hálfleiknum en þeir komu vel gíraðir í seinni hálfleik og Perisic jafnaði með skalla eftir fyrirgjöf Dejan Lovren á 55. mínútu.

Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.



Athugasemdir
banner
banner